Riff – Börn og ungmenni 4+


9:30-11:00

Lokaður viðburður

TIDE
ALDAN / MARÉ

Mikilfengleg sjávarvera finnur sinn stað í tilverunni þar sem fegurðin er allt umlykjandi og friður ríkir. Veran gerist verndari staðarins og eignast lítinn dreng fyrir vin en þeir eiga sameiginlegt að vilja lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Einn daginn verður mikið umrót á lífi þeirra þegar stór alda ríður yfir og ógnar umhverfi þeirra.

Portúgal / Stuttmynd / 2019 / 14 min
DirectorJoana Rosa Bragança

 

THE TOMTEN AND THE FOX
REFURINN OG BÚÁLFURINN / REVEN OG OG NISSEN

Svangur refur leitar ætis á köldu vetrarkvöldi og sætir færis þegar hann kemur að litlum bóndabæ. Hann færir sig nær til að næla sér í bita en er gripinn glóðvolgur í hænsnakofanum af búálfinum sem gætir bæjarins. Þegar búálfurinn sér hve svangur refurinn er býðst hann til að deila jólagrautnum sínum með honum svo lengi sem refurinn lætur dýrin á bænum í friði.

Norway, Sweden, Denmark / 2019 / Short Animation / 9 min
Directors: Yaprak Morali and Are Austnes
Producer: Ove Heiborg

 

OVERBOARD!
Fyrir borð! / Přes palubu!

Jörðin mun brátt verða þakin vatni og hver sá sem ekki verður kominn um borð í Örkina mun verða eftir. Um borð er aðeins pláss fyrir ákveðin dýr og reglurnar á Örkinni eru strangar. Hvað mun þetta þýða fyrir tvo laumufarþega; rangeygt kamelljón og sjúskaðan kívífugl?

Czech Republic, Slovakia / Short Animation / 12 min / 2019
Directors: Filip Pošivač and Barbora Valecká
Writer: Hynek Trojánek
Producer: Pavla Janoušková Kubečková, Tomáš Hrubý

 

PEARL DIVER
Perlukafarinn

Þrjú pör standa frammi fyrir stórum áskorunum. Broddgöltur verður ástfanginn af blöðru, en á í erfiðleikum með að halda viðhalda feldinum sínum. Ísbjörn kemst loks undan uppáþrengjandi mörgæs og tvær ostrur þrá að hittast á botni Norðursjós.

Norway / 2020 / Short Animation / 8 min
Director: Margrethe Danielsen
Writer: Margrethe Danielsen
Producer: Endre Eidsaa Larsen

 

HOLLY ON THE SUMMER ISLE: THE EXPLORATION
Holly á Sumareyju: könnunarferðin / Holly på Sommerøen: Opdagelsesrejsen

Holly leiðist hjá afa sínum. Hún vill fara í könnunarleiðangur en afi hennar segir að það sé ekkert sem hægt sé að kanna. Holly er þó ekki sannfærð. Síðar um kvöldið sér Holly svo glóandi stein fljúga yfir himininn og lenda hinum megin á eyjunni. Holly leggur því af stað í ótrúlegan leiðangur, ásamt skjaldbökunni Turtie, til að finna steininn.

Denmark / 13 min / Short Animation / 2018 / Adventure
Director: Karla Nor Holmbäck
Writer: Mie Skjoldemose
Producer: Emily Nicoline Quist

 

THE CONCRETE JUNGLE
Steinsteypufrumskógurinn / Betonová Džungle

Steinsteypufrumskógurinn eða The Concrete Jungle er stutt teiknimynd sem fjallar um ímyndunarafl barna og hvernig það er takmarkalaust. Þegar nágranni borar í vegginn, hver veit hvað barnið sem eltir hljóðið mun halda að það sé að hlusta á?

Czech Republic / 8 min / 2019 / Short Animation
DirectorMaria Urbánková
Writer: Rudolf Král
Producer: Martin Vandas

 

CAT LAKE CITY
Kattsjóstaður

Kötturinn Percy hlakkar til þess að eiga rólegan dag á Kattsjóstað – draumastaðnum sínum. En paradísin virðist hins vegar ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér. Staðurinn fyrir handklæðið hans er ekki einu sinni jafn öruggt og hann hélt!

Germany / 7 min / Comedy
Director: Antje Heyn