Sögur um M. K. Čiurlionis


10-17 Lokað á mánudögum

Sögur um M. K. Čiurlionis – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Velkomin á sýningu á bókasafni Norræna hússins á verkum eftir íslensk börn af litháískum uppruna. Myndir eru innblásnar af málverkum og tónlist eftir fræga litháíska listamanninn og tónskáldið M. K. Čiurlionis. Í tilefni af árs fólks af litháískum uppruna og 15 ára afmælis Litháiska móðurmálsskólans „Þrír litir“ bauð skólinn upp á skemmtilegan viðburð með gestum frá Litáen. Höfundar bókarinnar „Nú segja konungar M. K. Čiurlionis okkur sögur“ Milda Pleitaitė og Kazimieras Momkus komu og lásu upp úr bókinni. Tónlistarmennirnir Milda Pleitaitė og Adomas Pleita spiluðu nokkur tónverk eftir M. K. Čiurlionis. Öllum börnum var boðið upp á að mála myndir undir áhrifum frá málverkum og tónlist Čiurlionis. Viðburðurinn var styrktur að hluta af Utanríkisráðuneyti Litháens.