Reykjavík Blackbird Festival


18-21

Reykjavík Blackbird Festival er sænsk/íslensk tónlistarhátíð verður haldin þann 3. júlí næstkomandi frá kl. 18-21. Húsið opnar kl. 17.

Hátíðin mun fara fram í Norræna húsinu auk þess sem henni verður streymt á vefnum og á Facebook live stream.

Fram koma – Mikael Lind / Sigurður Flosason / S.Hel / Ondina Hidalgo / Marko Svart

Upprunalega átti stór hópur listamanna koma til landsins, með því markmiði að styrkja (tengdar) bönd á milli Íslands og Svíþjóðar, að sýna þá mikla menningu sem löndin okkar hafa. Hátíðin átti að standa í þrjá daga en vegna Covid-19 varð því miður að fresta henni. Í stað hennar höfum við ákveðið að halda minni hátíð, en jafn skemmtilega þrátt fyrir, með íslenskum listamönnum á sviðinu í Norræna húsinu en sænsku atriðunum verður streymt á vefnum okkar og á Facebook.

Það kostar ekkert inn á hátíðina en við værum þó þakklát ef þið gætuð styrkt hátíðina ef þið getið, (mælt með 2000kr) til að styrkja verkefnið og listamennina sem koma að henni. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo ef þú vilt fá miða nældu þér í hann núna.

Auk tónleikana verður meira um að vera í Norrænahúsinu þetta kvöld sem tilkynnt verður seinna, svo hafið augun opin fyrir fleiri tilkynningum.

Facebook síða hátíðarinnar
Heimasíða hátíðarinnar