Mýrin barnabókmenntahátíð

08.10.2020 - 11.10.2020 Aflýst

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin verður haldin í tíunda sinn í Norræna húsinu dagana 8.-11. október 2020 undir heitinu Saman úti í mýri. Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með þátttöku innlendra og erlendra höfunda og fræðimanna, fyrir fræðimenn, fagfólk, almenning, fjölskyldur, börn og skólahópa. Meðal atriða eru upplestrar, kynningar, fyrirlestrar, höfundaspjall, sýningar og vinnustofur.

Heimasíða Mýrarinnar

Facebook

ATH. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið frestað til 14.-16. október 2021.