AFLÝST- 15.15 -Íslensk málmblásaratónlist með sunnudagskaffinu

Vinsamlegast ath. tónleikunum hefur verið aflýst. Næstu tónleikar 15.15 verða 19. mars, 23. apríl og 30. apríl.   Tónleikar málmblásarakvintettsins Brassbræðra í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu þar sem þeir leika íslenska málmblásaratónlist með sunnudagskaffinu eftir Pál Pampichler Pálsson, Jón Ásgeirsson, Áskel Másson og Tryggva M. Baldvinsson. Brassbræður skipa: Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Einar St. Jónsson, […]

15:15 tónleikasyrpan- Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók

 Miðar Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók febrúar kl. 15:15 Caput-hópurinn flytur Syrpu úr óperunni Hallgerði eftir Finn Torfa Stefánsson, Níu lög að vestan eftir Snorra Sigfús Birgisson, ásamt verkum yngri tónskálda í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Einsöngvarar eru Hanna Dóra Sturludóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir […]

VEGAN JÓLAMATSEÐILL

Vegan jólamatseðill Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara á AALTO Bistro   Forréttur Sveppakæfa á stökkum kryddjurtarklatta með jarðaberja-döðlusalati Aðalréttur Heitreykt eggaldinpaté, innbakað í smjördeigi. Borið fram með rauðbeðu-berjasalati, léttbrúnuðum kartöfluteningum og mandarínusósu. Milliréttur Vatnmelónu- granateplasorbert Eftirréttur Ris a la Mande * FORRÉTTUR: Sveppakæfa á stökkum kryddjutaklatta með jarðaberja-döðlusalati   SVEPPAKÆFA 100 gr kasjúhnetur 1 bolli vatn 1 stk […]

eif – Tónleikar

eif – Norrænt r’n’b Með fyrstu smáskífu sinni  Teal blandar eif saman raftónlist og fallegum laglínum sem taka hlustandann í skemmtilegt ferðalag um stefnur og stíla. eif sem býr yfir afar fallegri rödd hefur hlotið mikið lof fyrir sína fyrstu plötu og henni verið líkt við sjörnur eins og FKA Twigs og  Sia. Undanfarin tvö ár […]

15:15 Síðdegi sónatínunnar

Síðdegi sónatínunnar Tónleikar Gríms Helgasonar klarinettuleikara  og Hrannar Þráinsdóttur píanóleikara í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu þar sem þau leika fjölbreytta efnisskrá með sónötum eftir Bohuslav Martinů, Áskel Másson, Arthur Honneger og Antoni Szalowski. Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur. Miðasala er á www.Tix.is og við innganginn.

AFLÝST — Höfundakvöld með LARS SAABYE CHRISTENSEN

AFLÝST Höfundakvöld með LARS SAABYE CHRISTENSEN í Norræna húsinu þriðjudaginn 17. janúar kl. 19:30 Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Að þessu sinni er gestur höfundakvöldsins rithöfundurinn Lars Saabye Christensen frá Noregi. Hér fyrir neðan getur þú fylgst með viðburðinum í beinni útsendingu. Sigurður Ólafsson verkefnastjóri í Norræna […]

Sænsk sögustund 11. desember

Sænsk sögustund fyrir sænskumælandi börn og fjölskyldur sunnudaginn 11. desember kl. 12-14 í barnabókasafni Norræna hússins. Í þetta sinn verður föndrað jólaskraut.  Þetta er samstarf milli Svenska föreningen, Norræna hússins og Móðurmálhópsins sem leggja til efni í jólaskrautið.  Norræna húsið býður kaffi og djús en velkomið er að hafa eitthvað gott með sér til að […]

Norrænar loftslagslausnir: Green to Scale

Norrænar loftslagslausnir: Green to Scale Málþing í Norræna húsinu, 18. janúar kl. 15:00-17:00 Miðvikudaginn 18. janúar nk. fer fram málþing í Norræna húsinu um norræna Green to Scale verkefnið, sem greinir hvernig 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og […]

Bókakynning- Stríðið mikla 1914-1918

Gunnar Þór Bjarnason, höfundur stórvirkisins Stríðið mikla 1914-1918, segir frá bók sinni í fyrirlestrasal Norræna hússins, fimmtudaginn 8. desember. Gunnar fræðir gesti um þennan afdrifaríkasta atburð 20. aldar og áhrif hans á Íslendinga. Samhliða því sýnir brot af hinum fjölmörgu myndum sem prýða bókina og ræðir miðlun söguefnis í máli og myndum. Bók um stríðið […]

Jólasögustund á norsku 3.desember 2016

Jólasögustund á norsku Jólasögustund fyrir börn á norsku, laugardaginn 3. des. kl. 13 í bókasafni Norræna hússins.  Við syngjum jólasöngva á norsku og lesum jólasögu. Þeir sem vilja taka þátt í Luciu göngu mega taka með búning og kerti.

Finnsk sögustund 4. desember 2016.

Finnsk sögustund fyrir finnskumælandi börn verður í bókasafni Norræna hússins sunnudaginn 4. desember kl. 15:00.  Jólaþema og þú mátt koma með jólahúfu! Heitt á könnunni.  Finnskuskólinn – félag fundar eftir sögustundina.  

Lúsía

Lúsía Velkomin á Lúsíu, morgunstund med söng, lúsíuklöttum og kaffi, þriðjudaginn 13. desember kl. 08:00. Hefbundin sænsk Lúsíuganga í Norræna húsinu, sænska félagið kemur og syngur jólalög. Takmarkað pláss!   What is Saint Lucy’s Day? Saint Lucy’s Day is celebrated most commonly in Scandinavia, with their long dark winters, where it is a major feast […]

Hugljúfir jólatónleikar

Hugljúfir jólatónleikar Þriðjudaginn 6. desember kl. 20 verða Hugljúfir jólatónleikar með Hildigunni Einarsdóttur mezzósópran, Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikari og Catherine Maria Stankiewicz sellóleikara og bjóða þær upp á hugljúfa jólatónleika með norrænu ívafi. Flutt verða skandinavísk jólalög í nýjum útsetningum Gísla J. Grétarssonar og gömul íslensk jólalög, í bland við barokk. Dagskráin er hugsuð sem íhugun og […]

VEGAN JÓLAMATUR – Streymi

Uppskriftir Þriðjudaginn 13. desember kl. 19 – 21. Þáttaka ókeypis.  Þú getur fylgst með streyminu hér: Til að horfa aftur velur þú: Watch again Fáður innblástur  og góð ráð um hvernig þú getur gert vegan jólarétti! Kjörið tækifæri til að fá nýjar hugmyndir og innblástur með Sveini Kjartansyni og gestum hans. Við búum til mat, bjóðum […]

JÓLAMARKAÐUR NORRÆNA HÚSSINS

JÓLAMARKAÐUR NORRÆNA HÚSSINS Norræna húsið 11. desember kl. 14 – 17. HÁKLASSA  ENDURHÖNNUN Í JÓLPAKKANN Hönnuðir og listamenn koma saman í Norræna húsinu og sýna hvernig hægt er að nýta það sem hendi er næst og skapa vandaða og eftirsótta vöru. Vertu velkomin í huggulega og sjálfbæra stemningu í Norræna húsinu. Jólaglögg, tónlist, fróðleikur og […]

ERT ÞÚ SÖGUMAÐUR?

ERT ÞÚ SÖGUMAÐUR? Laugardaginn 10. desember í bókasafni Norræna hússins kl. 17 bjóðum þér að koma á hraðstefnumót og hlusta á og deila með okkur sögum úr þínu lífi. HJÁLPIÐ OKKUR AÐ BÚA TIL SÝNINGU! Við setjumst niður og hlustum á sögur hvers annarra og deilum okkar eigin, alvöru eða tilbúnar. Sögurnar verða teknar upp […]

Norrænar jólavísur!

Norrænar jólavísur! Sunnudaginn 4. desember mun hljómsveitin Vísur&Skvísur flytja ýmis norræn jólalög fyrir gesti og gangandi kl. 15 í salnum í Norræna húsinu. Hljómsveitin Vísur&Skvísur samanstendur af þeim Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, en þær hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið: […]

Brotið blað um jól – Jólaföndur

Brotið blað um jól: Gamalt verður nýtt Jólaföndur í Norræna húsinu 4. desember kl. 13-15 með Málfríði Finnbogadóttur. Lifandi jólatónlist frá klukkan 15-16. Aðgangur er ókeypis og er ætlaður öllum aldurshópum frá 7 ára . Skráning á info@nordichouse.is hámark 50 manns. Lærðu hvernig þú getur endurunnið efni og skapað fallegt jólaskraut. Málfríður Finnbogadóttir er með meistaragráðu […]

Danish museum invites Nordic artists to participate in portrait competition

Danish museum invites Nordic artists to participate in portrait competition Open call: Now is the time to find the best Nordic portraits. The portrait competition “Portrait NOW! 2017”, The Carlsberg Foundation’s Portrait Award, is open for entries. The Carlsberg Foundation’s Portrait Award is a bi-annual competition for Nordic artists established in 2007 and presented by […]

Jólabíó- Jól í Furufirði – Frítt inn!

Velkomin í fjölskyldubíó í Norræna húsinu Gjöfin í ár frá Osló er fjölskyldumyndin Jól í Furufirði, bráðskemmtileg jólamynd.  Myndin heitir á frummálinu „Jul i Flåklypa“! og er með íslensku tali. Jól í Furufirði verður sýnd í Norræna húsinu 20. desember kl 17:00 og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Sjáumst í jólaskapi á síðasta […]

Jólatónleikar fyrir börn – Pollapönk

Jólatónleikar barnanna verða haldnir Sunnudaginn 18. desember Kl. 15:00-17:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir- Aðgangur ókeypis. Við byrjum ballið klukkan 15:00 með plötusnúðnum Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur úr Krakka RUV. Hún ætlar að kenna okkur góða takta á dansgólfinu og koma öllum í stuð áður en strákarnir úr Pollapönk stíga á stokk. Pollapönk spilar frá kl. 16:00 […]

15:15 Tónleikasyrpan „Töfratónar Duo Harpverk“

Töfratónar Duo Harpverk í 15:15 tónleikasyrpunni Sunnudaginn 27. nóvember kl. 15:15 verða tónleikar í 15:15 tónleikasyrpunni  í Norræna húsinu sem bera yfirskriftina Töfratónar Duo Harpverk. Þar leikur Duo Harpverk; þau Katie Buckley hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari ný og eldri verk eftir félaga í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Duo Harpverk hefur oft leikið verk eftir S.L.Á.T.U.R. tónskáldin í […]

Hvar er Stekkjarstaur?

Bráðskemmtilegt barnaleikrit eftir Pétur Eggerz.  Sýningin er sniðin að börnum á aldrinum 2-9 ára.  Frímiðar Aðgangur er ókeypis  en vegna takmarkaðs sætafjölda biðjum við fólk vinsamlegast um að tryggja sér frímiða. Miðana færð þú á bókasafni Norræna hússins. Opið virka daga frá kl. 11- 17 og 12-17 um helgar.   Sýningin er á íslensku og […]

Piparkökusýning í Norræna húsinu – Taktu þátt!

Piparkökusýning í Norræna húsinu Þegar piparkökur bakast ….. Við bjóðum þér að taka þátt í jólasýningu Norræna hússins! Búðu til piparköku og skreyttu hana eftir eigin höfði.  Þú getur skilað piparkökunni inn í móttöku Norræna hússins og þar með ertu orðinn þátttakandi í jólasýningunni! Allt er leyfilegt, piparkökuhús, hjörtu, menn, konur, tré, um að gera […]

Jól í Norræna húsinu á þriðjudögum og sunnudögum

Velkomin á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna Það verða umhverfisvæn jól í Norræn húsinu með námskeiðum og vinnustofum á sunnudögum og þriðjudögum í desember. Við ætlum að endurhanna, endurnýta og sýna sjálfbærar lausnir með hjálp þekktra hönnuða og listamanna. Föndursmiðjur verða fyrir börn allan mánuðinn og anddyri hússins verður breytt í huggulega jólastofu með ekta […]

Útgáfuhóf- Tomorrow is Never a New Day

Velkomin á útgáfuhóf vegna bókarinnar I morgen er aldrig en ny dag/ Tomorrow is Never a New Day, sem dönsku samtökin Ordskælv gáfu út í Helsinki 18. nóvember. Í bókinni er að finna texta eftir 24 unga norræna höfunda um reynslu sína af því að alast upp við fátækt á Norðurlöndunum. Íslensku höfundarnir fjórir lesa […]

NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu

NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu Petr Pavel, hershöfðingi, formaður hermálanefndar NATO, flytur fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu mánudaginn 21. nóvember klukkan 12.00 til 13.00. Undanfarin misseri hefur sú breyting orðið á stöðu öryggismála í Evrópu að meiri athygli en áður beinist að jaðarsvæðunum í suðri og norðri. Spenna hefur vaxið á Eystrasalti […]

Vigdísarvaka í Norræna húsinu

Oddi á Rangárvöllum – miðstöð menningar á ný? Föstudaginn 2. desember heldur Oddafélagið Vigdísarvöku í Norræna húsinu frá kl. 13:30 – 16:15. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.  Dagskrá: Tónlistaratriði frá Rangæingum. Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands verður gerð heiðursfélagi Oddafélagsins. Guðrún Snæfríður Gísladóttir leikkona stígur á stokk. Ingibjörg Ólafsdóttir, sagnfræðingur „Saga Odda“. Barnakórinn í Mánagarði syngur nokkur […]

LEGO sögusmiðja fyrir 6-9 ára

LEGO sögusmiðja fyrir 6-9 ára Laugardaginn 19. nóvember kl. 13:00-14:00 verður fjölskyldu- og ævintýrastund í barnabókasafni Norræna hússins þar sem 6-9 ára krökkum býðst að taka þátt í LEGO sögusmiðju. Krakkarnir vinna saman í litlum hópum (2-3 í hverjum hóp). Þau fá kubba á staðnum sem þau nota sem efnivið fyrir söguna og í lokin […]

Norræna húsið auglýsir eftir verkefnastjóra.

Norræna húsið auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% stöðu við umsjón Norðurlanda í fókus og 50% starf við bæði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Norðurlönd í fókus er samskiptaverkefni undir stjórn samskiptadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að vekja athygli á stefnu og verkefnum á sviði norrænnar samvinnu. Norðurlönd í fókus fjallar um það sem efst er á baugi […]

Höfundakvöld með Katarina Frostenson

Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Að þessu sinni er gestur höfundakvöldsins verðlaunahafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, Katarina Frostenson. Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Katarina Frostenson hefur um árabil verið meðal virtustu ljóðskálda Norðurlanda og fengið virt verðlaun fyrir verk sín. Hún […]

Norsk sögustund – 12. nóvember

Norskur barnahópur / sögustund Laugardaginn 12. nóvember er norsk sögustund fyrir börn í barnabókasafni Norræna hússins.  Við syngjum, lesum og leikum okkur saman á norsku.  Öll börn sem skilja norsku eru velkomin.  Norræna húsið býður kaffi og djús.  Matja Steen leiðir hópinn.   Síðasta sögustund haustsins verður 3. desember

Norrænir menningarstyrkir- vinnustofa um reynslu leiklistarhóps

Norrænir menningarstyrkir Vantar þig styrk? eða innblástur að verkefni? Fyrrum styrkþegar Kulturkontakt Nord, leikstjórinn Marita Dalsgaard and framleiðandinn Kristianna Winther Poulsen  bjóða til vinnustofu og deila reynslu sinni af því að vinna verkefni styrkt af sjóðnum. í Norræna húsinu 12. nóvember kl. 16:00. Árið 2015 hlutu þær styrk fyrir leikhúsverkefni sitt, The Celebration sem er leikverk unnið […]

Þið eruð hetjurnar mínar

Mannréttindahetjan Moses Akatugba verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 14. til 17. nóvember næstkomandi, ásamt Damian Ugwu yfirmanni rannsóknastarfs hjá Amnesty International í Nígeríu. Þeir munu halda erindi í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 12 til 13. Moses mun fjalla um reynslu sína sem þolandi grófra pyndinga af hálfu lögreglu og hers í […]

Klassík í Vatnsmýrinni-Knúið að dyrum

Klassík í Vatnsmýrinni Knúið að dyrum í Sal Norræna hússins 15. nóvember kl. 20:00-21:30 Wunderhorn tríóið, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Ágúst Ólafsson barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja dúetta og ljóð eftir Johannes Brahms, Franz Schubert, Gustav Mahler og Antonin Dvořák. MIÐASALA Sesselja Kristjánsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Hochschule für Musik Hanns […]

STREYMI AIRWAVES

  Sjá meira streymi frá Norræna húsinu. Ath.Hægt er að fletta á milli mánuða.

15:15 Tónleikasyrpan „Tékkland – Ísland“

Tékkland – Ísland í 15:15 tónleikasyrpunni Sunnudaginn 13. nóvember kl. 15:15 verða tónleikar í 15:15 tónleikasyrpunni  í Norræna húsinu sem bera yfirskriftina Tékkland-Ísland, en þar er stefnt saman tékkneskri og íslenskri tónlist og tónlistarflytjendum. PiKap strengjakvartettinn frá Tékklandi leikur strengjakvartett eftir Hildigunni Rúnarsdóttur ásamt kvartettum eftir Smetana, Sylvie Bodorová og Jaroslav Krček og fær svo […]

Hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs veitt í Kaupmannahöfn

Katarina Frostenson, Hans Abrahamsen, Joachim Trier, Eskil Vogt, Thomas Robsahm, Arnar Már Arngrímsson og smáforritið „Too Good To Go“ tóku við verðlaunum Norðurlandaráðs í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Katarina Frostenson hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Sånger och formler. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Í ljóðum hennar – sem eru sveigjanleg, þrátt fyrir […]

Finnsk sögustund fyrir börn 6. nóvember

Finnsk sögustund fyrir börn sunnudaginn 6. nóvember kl. 13:00 í bókasafni Norræna hússins, barnahelli. Lesum, leikum, spilum og spjöllum saman á finnsku.  Finnskuskólinn (félag) fundar eftir sögustundina!

Skandinavískt Café Lingua

Café Lingua fimmtudaginn 10. nóvember kl. 17-18:30 Stefnumót við íslenska rithöfunda á skandinavísku Rithöfundaspjall við Kristínu Marju Baldursdóttur og Jón Kalman Stefánsson um bækur þeirra sem hafa verið þýddar á skandinavísk tungumál.  Gísli Magnússon stjórnar umræðum sem fara fram á skandinavísku.    Aalto Bistro selur veitingar. Skandinavískt Café Lingua er skipulagt í samstarfi við Norræna […]

Vinyl markaður

Vinyl markaður Safnar þú vinyl?   Það verður hugguleg stemning á Vinyl markaði Norræna hússins á sunnudaginn 6. nóvember frá kl. 13- 17. Lifandi tónlist frá: Man In between (ES), Heiðu trúbador, Svavari Knúti og Kristínu Þóru. ath! að aðeins er tekið á móti reiðufé. VIÐBURÐUR

Dönsk sögustund 30. október kl. 14

Dönsk sögustund fyrir dönskumælandi börn og foreldra þeirra, verður í bókasafni Norræna hússins 30. október 2016, kl. 14-15. Við lesum, tölum saman og syngjum.  Það verður líka sýnd stutt barnamynd. Norræna húsið býður upp á saft og kaffi. Sögustundinni stjórnar Susanne Elgum.

15:15 Tónleikasyrpan – Jónas Tómasson

Jónas Tómasson – Portrett með Ton de Leeuw Sunnudaginn 30. október kl. 15:15 mun Caput-hópurinn flytja tónlist Jónasar Tómassonar í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Hópurinn hefur undanfarin ár staðið að afar vinsælum portrett-tónleikum íslenskra tónskálda í samvinnu við 15:15. Á tónskáldunum hvílir sú kvöð að velja „meistarverk“ úr smiðju klassískra tónskáda 20. aldar. Jónas […]

Kerfisbreytingar í sjávarútvegi – Tökum samtalið

Píratar boða til málþings um sjávarútvegsmál í Norræna húsinu þriðjudaginn 25. október kl. 16.00 – 18.00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þátttakendur verða fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi annars vegar og talsmenn breytinga í sjávarútvegsmálum hins vegar. Samtök útvegsmanna (SFS) hafa kveðið sér hljóðs um málefni sjávarútvegsins og hefur yfirskrift […]

Airwaves off venue- SUNNUDAGUR

Airwaves off venue í Norræna húsinu Verið velkomin í Black Box  á vandaða dagskrá Norræna hússins að tilefni hátíðarinnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsinga um listamenn er að finna hér fyrir neðan.   DAGSKRÁ 13:00 – VÍNYL MARKAÐUR (13:00 – 17:00) 13:00     Man In between (ES) 14:00     Heidatrubador 15:00     […]

Airwaves off venue- LAUGARDAGUR

Airwaves off venue í Norræna húsinu Verið velkomin í Black Box  á vandaða dagskrá Norræna hússins að tilefni hátíðarinnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsinga um listamenn er að finna hér fyrir neðan. DAGSKRÁ: 13:00     VIL (IS/DK) 14:00     Einar Indra 15:00     Mikael Lind (IS/SE) 16:00     Hráefni 17:00     Mosi Musik 18:00     […]

What´s the deal with Icelandic politics?

What´s the deal with Icelandic politics? Dagskrá ætluð útlendingum á Íslandi um kosningarnar 29. október og íslensk stjórnmál. Dagskráin er á ensku. Aðgangur er ókeypis.    Hvernig er hægt að skilja þjóð sem lifir hátt en fer svo á hausinn. Gerir byltingu gegn flokkunum sem hún kýs síðan aftur. Semur nýja stjórnarskrá en hættir svo við […]