Norrænir menningarstyrkir- vinnustofa um reynslu leiklistarhóps


16:00

Norrænir menningarstyrkir

Vantar þig styrk? eða innblástur að verkefni?

Fyrrum styrkþegar Kulturkontakt Nord, leikstjórinn Marita Dalsgaard and framleiðandinn Kristianna Winther Poulsen  bjóða til vinnustofu og deila reynslu sinni af því að vinna verkefni styrkt af sjóðnum.

í Norræna húsinu 12. nóvember kl. 16:00.

Árið 2015 hlutu þær styrk fyrir leikhúsverkefni sitt, The Celebration sem er leikverk unnið úr FESTEN eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov.  Að verkinu komu leikarar frá Íslandi, Danmörku og Færeyjum. Verkið var flutt í Færeyjum í september sama ár við góðar undirtektir.

Viðburðurinn fer fram á ensku, allir velkomnir.

Farið verður yfir ferlið, umsóknartíma, umsóknarreglur og fleira auk þess sem gestir fá tækifæri til að spyrja spurninga og leita ráða.

 

Samtökin Kulturkontakt Nord starfa á þremur sviðum og eru með þrjár norrænar styrkjaáætlanir:
1. Menningar- og listaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.
2. Menningartengda ferðaáætlun milli Norður- og Eystrasaltslandanna.
3. NORDBUK styrkjaáætlunina.

Vefsíða