Brotið blað um jól – Jólaföndur


13-16

Brotið blað um jól: Gamalt verður nýtt

Jólaföndur í Norræna húsinu 4. desember kl. 13-15 með Málfríði Finnbogadóttur. Lifandi jólatónlist frá klukkan 15-16.

Aðgangur er ókeypis og er ætlaður öllum aldurshópum frá 7 ára . Skráning á info@nordichouse.is hámark 50 manns.

Lærðu hvernig þú getur endurunnið efni og skapað fallegt jólaskraut.
Málfríður Finnbogadóttir er með meistaragráðu í menningarstjórn. Hún vinnu við Listasal Mosfellsbæjar sem  er hluti af Bókasafni Mosfellsbæjar. Á árum áður var hún m.a með barnablað Morgunblaðsins. Fyrir nokkrum árum vaknaði áhugi hennar á að vinna úr AFSKRIFUÐU efni sem féll til frá bókasafni og úr varð sýning sem fór víða um land. Síðan býr hún gjarnan til jólaskraut úr afskrifuðu efni og hefur það alltaf glatt aðra. 

Hvað þarf?
Ef þú átt efni sem þú telur tilvalið til að gera jólaskraut úr. Ekki hika við að taka það með þér. Á staðnum verða bækur og blöð, skreytiefni, tappar, gömul kort, krukkur og fl.
Áhöld á svæðinu: skæri, lím, heftarar, skapalón, og fl.

Velkomin! munið að tryggja ykur pláss með því að senda póst á info@nordichouse.is