VEGAN JÓLAMATUR – Streymi


19:00 - 21:00

Uppskriftir

Þriðjudaginn 13. desember kl. 19 – 21. Þáttaka ókeypis.

 Þú getur fylgst með streyminu hér: Til að horfa aftur velur þú: Watch again

Fáður innblástur  og góð ráð um hvernig þú getur gert vegan jólarétti!

Kjörið tækifæri til að fá nýjar hugmyndir og innblástur með Sveini Kjartansyni og gestum hans. Við búum til mat, bjóðum upp á smakk og lærum eitthvað nýtt. Allir sem hafa gaman af mat og matargerð ættu ekki að láta þetta fram hjá fara.

Hinn kunni Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, lætur gæðin blómstra í matargerðinni, þar sem ferskleikinn ræður ríkjum og farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni. Sveinn er eigandi veitingarstaðar Norræna hússins, Aalto Bistro.

Engin sérfræði þekking er nauðsynleg til að vera með. Aðgangur er ókeypis en það þarf að skrá sig með því að senda email á info@nordichouse.is

Kvöldið fer fram á íslensku. 

Athugið! takmarkaður sætafjöldi svo það er að hrökkva eða stökkva til að tryggja sér pláss.