Hvar er Stekkjarstaur?


15:00

Bráðskemmtilegt barnaleikrit eftir Pétur Eggerz.  Sýningin er sniðin að börnum á aldrinum 2-9 ára. 

Frímiðar
Aðgangur er ókeypis  en vegna takmarkaðs sætafjölda biðjum við fólk vinsamlegast um að tryggja sér frímiða. Miðana færð þú á bókasafni Norræna hússins. Opið virka daga frá kl. 11- 17 og 12-17 um helgar.  

Sýningin er á íslensku og varir í 45. mínútur.

Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Halla fer á stúfana til að kanna hvernig á þessu stendur. Eftir ævintýraför upp til fjalla finnur hún Stekkjarstaur í helli sínum, en hann segir henni að jólasveinunum sé orðið svo illa við allan hamaganginn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Halla reynir þá hvað hún getur að fá hann og hina jólasveinana til að skipta um skoðun, en spurningin er hvort það tekst í tæka tíð.
Þessi sýning er skemmtileg og vel unnin og vonandi fá sem flest íslensk börn að sjá hana.  SAB – Mbl.

Tveir leikarar taka þátt í sýningunni, en það eru þau Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz en leikmynd og búningar voru unnin í samvinnu leikhópsins og Helgu Rúnar Pálsdóttur.

-Möguleikhúsið-