Hugljúfir jólatónleikar


20:00

Hugljúfir jólatónleikar

Þriðjudaginn 6. desember kl. 20 verða Hugljúfir jólatónleikar með Hildigunni Einarsdóttur mezzósópran, Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikari og Catherine Maria Stankiewicz sellóleikara og bjóða þær upp á hugljúfa jólatónleika með norrænu ívafi.

Flutt verða skandinavísk jólalög í nýjum útsetningum Gísla J. Grétarssonar og gömul íslensk jólalög, í bland við barokk. Dagskráin er hugsuð sem íhugun og undirbúningur í aðdraganda jólahátíðar.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og fara fram í huggulegri umgjörð á bókasafni Norræna hússins og verða rétt um klukkustundar langir.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.