NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu


12:00

NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu

Petr Pavel, hershöfðingi, formaður hermálanefndar NATO, flytur fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu mánudaginn 21. nóvember klukkan 12.00 til 13.00.


Undanfarin misseri hefur sú breyting orðið á stöðu öryggismála í Evrópu að meiri athygli en áður beinist að jaðarsvæðunum í suðri og norðri. Spenna hefur vaxið á Eystrasalti og fjögur herfylki undir merkjum NATO verða á næsta ári flutt til Eistlands, Lettlands. Litháens og Póllands. Á Varðbergsfundinum gefst einstakt tækifæri til að kynnast viðhorfi formanns hermálanefndar NATO til nýju áskorana bandalagsins í Norður-Evrópu.

Tékkneski hershöfðinginn Petr Pavel hefur verið formaður hermálanefndar NATO síðan 26. júní 2015. Hann var yfirmaður herafla Tékklands frá júli 2012 til maí 2015.

Pavel útskrifaðist úr herskólanum í Vyškov, Tékklandi, árið 1983 og hefur síðan gegnt ýmsum störfum innan hers landsins, verið hermálafulltrúi í sendiráði Tékklands í Belgíu og starfað inna varnarmálaráðuneytisins. Auk þess hefur hann komið fram fyrir hönd tékkneska hersins gagnvart herstjórn Bandaríkjanna og Evrópuherstjórn NATO í Mons í Belgíu.