15:15 Tónleikasyrpan „Töfratónar Duo Harpverk“


15:15

Töfratónar Duo Harpverk í 15:15 tónleikasyrpunni

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 15:15 verða tónleikar í 15:15 tónleikasyrpunni  í Norræna húsinu sem bera yfirskriftina Töfratónar Duo Harpverk. Þar leikur Duo Harpverk; þau Katie Buckley hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari ný og eldri verk eftir félaga í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R.

Duo Harpverk hefur oft leikið verk eftir S.L.Á.T.U.R. tónskáldin í bland við aðra tónlist, allt frá fyrstu tónleikum dúósins í apríl 2017 og fylgja tónverkunum oft miklir töfrar og tilraunir í tónsköpun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þau byggja heila efnisskrá eingöngu á tónverkum SL.Á.T.U.R. og má því vænta afar áhugaverðra tónleika.

Á efnisskrá eru verkin Oneness of one is one eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Nýtt verk eftir  Pál Ívan frá Eiðum, Nýtt verk eftir Inga Garðar Erlendsson, MF (Mountains and Forests) eftir Þorkel Atlason, 242 degrees eftir Áka Ásgeirsson, Amsterdam eftir Jesper Pedersen og Brú eftir Þráinn Hjálmarsson.

 

Miðasala er á www.tix.is og við innganginn.

Miðaverð er 2000 kr.  en 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og  nemendur.

Nánar á www.facebook.com/15.15.tóneikasyrpan