Höfundakvöld með Katarina Frostenson

Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Að þessu sinni er gestur höfundakvöldsins verðlaunahafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, Katarina Frostenson.

Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Katarina Frostenson hefur um árabil verið meðal virtustu ljóðskálda Norðurlanda og fengið virt verðlaun fyrir verk sín. Hún hefur frá árinu 1992 verið meðlimur í Sænsku akademíunni og tekur þar með þátt í vali á handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum ár hvert.

Hún kemur fram á sérstöku auka-höfundakvöldi í Norræna húsinu  þar sem Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi, ræðir við hana.

Dagskráin fer fram á sænsku.

Streymi:

Ljósmyndari: Seppo Samuli og Magnus Fröderberg/norden.org