Þið eruð hetjurnar mínar


12:00

Mannréttindahetjan Moses Akatugba verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 14. til 17. nóvember næstkomandi, ásamt Damian Ugwu yfirmanni rannsóknastarfs hjá Amnesty International í Nígeríu.

Þeir munu halda erindi í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 12 til 13. Moses mun fjalla um reynslu sína sem þolandi grófra pyndinga af hálfu lögreglu og hers í Nígeríu, áratuginn sem hann sat á bak við lás og slá, tíma sinn á dauðadeild, langþráða náðun á síðasta ári í kjölfar Bréfamaraþons Amnesty International 2014 og mikilvægi þess að berjast fyrir réttindum annarra þolanda mannréttindabrota. Frá Íslandi bárust 16.000 bréf, sms-aðgerðir og póstkort í Bréfamaraþoninu til stuðnings máli Moses.

Damian Ugwu mun greina frá rannsóknum sínum á kerfisbundnum pyndingum af hálfu lögreglu og hers í Nígeríu.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.

 

Moses Akatugba After his release. After 10 years in jail, and over 800,000 messages from activists around the world, Moses’ life has been spared. Moses Akatugba, 24, was sentenced to death by hanging by a High Court in Effurun, Delta State, on 12 November 2013, after eight years in prison. He was sixteen years old when he was arrested by the Nigerian army on 27 November 2005. He was accused and tried for armed robbery. Moses was shot in his hand and was beaten with a machete and batons in the head and back by soldiers and police officers at the time of arrest, and later at the Police Station. He told a human rights defender that he was tied and hanged in the interrogation room for several hours. He said the police officers extracted his toe and finger nails with a pair of pliers and forced him to accept and sign two “confessional” statements already written by the police.

 

Moses var ekkert öðruvísi önnur börn. Hann átti sér drauma og þrár um farsæla framtíð og var kappsfullur drengur sem ætlaði sér í læknanám. Hann beið eftir niðustöðum úr prófum í grunnskóla þegar líf hans tók hamskiptum. Nígeríski herinn handtók Moses í nóvember árið 2005 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Moses lýsti því hvernig hermaður skaut hann í höndina við handtöku og annar barði hann í höfuðið og bakið. Honum var upphaflega haldið í hermannaskála þar sem hann var beðinn um að auðkenna lík. Þegar hann gat það ekki var hann barinn. Eftir að hann var fluttur á lögreglustöð sætti hann frekari pyndingum og illri meðferð.

Moses greindi frá því að lögreglan hefði barið hann mjög illa með bareflum. Hann var bundinn á fótum og látinn hanga á hvolfi í marga klukkutíma í yfirheyrsluherbergi.  Töng notuð til að draga neglur af fingrum hans og tám í þeim tilgangi að þvinga hann til að játa á sig glæp. Réttað var yfir Moses í hæstarétti í Effurum í Delta-ríki. Rannsóknarfulltrúinn mætti ekki til réttarhaldanna og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Hann fékk aldrei tækifæri til að bera vitni fyrir réttinum um þá illu meðferð og pyndingar sem hann sætti.

Þegar ljóst varð í maí 2015 að Moses yrði náðaður sagðist hann djúpt snortinn. „Ég þakka Amnesty International og aðgerðasinnum fyrir stórkostlegan stuðning sem gerði mig að sigurvegara í þessum aðstæðum. Þið eruð hetjurnar mínar. Án þeirra þúsunda bréfa og undirskrifta sem send voru til stuðnings máli mínu hefði ég mögulega aldrei hlotið frelsi. Ég er sönnun þess að Nréfamaraþonið virkar í reynd. Þið hafið blásið mér í brjóst löngunina til að gerast aðgerðasinni sjálfur – að berjast fyrir aðra. Viltu ganga til liðs við mig? Viltu berjast fyrir frelsi annarra sem eru ranglega fangelsaðir, með þátttöku í Bréfamaraþoni Amnesty? Vinsamlegast, taktu þátt í að bjarga lífi. Aðgerðir þínar eru ekkert minna en kraftaverk.“