Piparkökusýning í Norræna húsinu – Taktu þátt!


Piparkökusýning í Norræna húsinu

Þegar piparkökur bakast …..

Við bjóðum þér að taka þátt í jólasýningu Norræna hússins! Búðu til piparköku og skreyttu hana eftir eigin höfði.  Þú getur skilað piparkökunni inn í móttöku Norræna hússins og þar með ertu orðinn þátttakandi í jólasýningunni!

images

Allt er leyfilegt, piparkökuhús, hjörtu, menn, konur, tré, um að gera að láta hugmyndarflugið ráða.  Muna að hafa lítið gat á piparkökunni svo hægt sé að hengja hana upp.  Við erum líka með pláss fyrir hús og annað sem ekki hengist upp.

Hugmyndir að skreytingum: úrklippur, pappír, slaufur og borðar, kökuskraut, hnetur, sykurpúðar og allt mögulegt.

Allir sem taka þátt geta unnið gjafabréf á AALTO Bistro, hádegisverð fyrir tvo, einnig verða aðrir vinningar, bæði fyrir stóra og smáa.

frosting-650139__340

Hvenær? Piparkökunum er hægt er að skila inn frá og með 1. des. – 20. des. í móttökunni frá kl. 9 – 17 virka daga og 11 – 17 um helgar.

Gleðileg jól!