Norræna húsið auglýsir eftir verkefnastjóra.

Norræna húsið auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% stöðu við umsjón Norðurlanda í fókus og 50% starf við bæði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlönd í fókus er samskiptaverkefni undir stjórn samskiptadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að vekja athygli á stefnu og verkefnum á sviði norrænnar samvinnu. Norðurlönd í fókus fjallar um það sem efst er á baugi hverju sinni og varpar ljósi á norræna hlið samfélagsumræðunnar í hverju landi fyrir sig. Helstu markhópar Norðurlanda í fókus eru fjölmiðlar, álitsgjafar, stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn o.fl.

Vinnustaðurinn er Norræna húsið í Reykjavík en vinnan fer fram í náinni samvinnu við samskiptadeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn og skrifstofur Norðurlanda í fókus á hinum Norðurlöndunum.

  • Þú hefur mikinn áhuga og þekkingu á stjórnmálum og samfélagsmálum á Norðurlöndunum og getur sýnt fram á gott tengslanet, sér í lagi við fjölmiðla og samfélagsgeirann.
  • Þú vinnur í samræmi við áherslur í norrænni samvinnu hverju sinni, svo sem í sjálfbærri þróun, jafnrétti og í málefnum barna og ungmenna. Þú ert einnig vakandi fyrir því að taka upp málefni og viðburði á Norðurlöndum og móta úr dagskrá sem passar inn í íslenskt samhengi og setja má upp í Norræna húsinu í Reykjavík.
  • Þú hefur einnig áhuga á norrænum bókmenntum og ert fær í upplýsingamiðlun um bæði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í samvinnu við skrifstofur verðlaunanna í Norræna húsinu og samskiptadeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn.
  • Þú ert mjög góð/ur í tungumálum og ert fullfær í að minnsta kosti einu skandinavísku málanna. Þú ert einnig mjög fær í ensku og þar að auki er æskilegt að þú talir íslensku þó þess sé ekki krafist.

Norræna húsið er ein stofnana Norrænu ráðherranefndarinnar og fylgir ráðningarskilmálum hennar. Miðað er við launakjör íslenskra ríkisstarfsmanna fyrir álíka störf.

Nánari upplýsingar um Norræna húsið má nálgast á vefsíðunni nordichouse.is og um Norrænu ráðherranefndina á vefsíðunni norden.org.

Umsóknarfrestur rennur út 9. desember kl. 13 að dönskum tíma (kl. 12 að íslenskum tíma). Athugið aðeins er tekið á móti umsóknum á www.norden.org

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ólafsson í síma +354 551 7030 og á netfanginu sigurdur@nordichouse.is.