Norrænar jólavísur!


15:00

Norrænar jólavísur!

Sunnudaginn 4. desember mun hljómsveitin Vísur&Skvísur flytja ýmis norræn jólalög fyrir gesti og gangandi kl. 15 í salnum í Norræna húsinu.

Hljómsveitin Vísur&Skvísur samanstendur af þeim Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, en þær hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið: Vísnasöng, þar sem í samtali við áhorfendur eru flutt lög úr ýmsum (oftast norrænum) áttum sem spanna breidd tilfinninga þar sem textinn hefur ekki síðra vægi en laglínan.

Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. 

Aðrir viðburðir