Á sama báti

Á SAMA BÁTI / IN THE SAME BOAT 29. september 18-19 1 október 16-17 Auditorium 1.400 KR. Hugmynd fæðist þegar Védís og Snædís kynnast kanadíska kanóa-leiðsögumanninum Oliviu. Þær mynda átta manna teymi og leggja upp í nokkurra daga svaðilför inn í óbyggðir Temagami-svæðisins í Ontario-fylki Kanada. Samskiptaörðugleikar leiða hópinn í ógöngur og taugasjúkdómur eins ferðalangsins […]

HUMARSÚPA INNIFALIN

HUMARSÚPA INNIFALIN + spurt&svarað 30. september kl.18-19 Við fylgjum grínistanum Þorsteini Guðmundssyni frá Reykjavíkur til Hríseyjar þar sem hann á að vera með uppistand. Hann tekur upp á ýmsu á leiðinni: hann syngur, hámar í sig skyndibita og hugsar upphátt um málefni á borð við kynlíf og jólin. Einnig hittir hann á aðra skemmtikrafta sem […]

PLANETARY

PLANETARY 25. september 18-20 Með löngu spurt&svarað Mennirnir hafa aldrei getað tengst hver öðrum á jafn fljótlegan og auðveldan hátt eins og nú, en á sama tíma rofna tengsl okkar við náttúruna óhemju hratt. Hér er áhrifamikil hugvekja um hættulegt sambandsleysi, sögð með hugleiðingum ýmissa heimspekinga, umhverfissinna, geimfara og annarra sem óttast afleiðingarnar. Sýnd í […]

Leynifélag Súpubæjarins

Leynifélag Súpubæjarins Í smábæ er eitrað fyrir bæjarbúum og fullorðna fólkið breytist í börn! Leynifélagið í Súpubæ, sem samanstendur af fjórum áköfum fjársjóðsleitarmönnum, þurfa að finna mótefni með því að leysa ráðgátur í dularfullri bók sem frændi þeirra skildi eftir í síðari heimsstyrjöldinni. Sýnd í salnum Aðgangseyrir 500 kr. Sýningar fyrir grunnskólanema: 28. september 10-12 […]

Lokapartí RIFF fyrir börn og ungmenni

Lokapartí RIFF fyrir börn og ungmenni Þegar þú kemur á rauða dregilinn skaltu vara þig á papparössunum, eða ljósmyndurunum sem reyna að ná myndum af þér. Leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir mun taka á móti ykkur og leiða ykkur í gegnum kvöldið og einnig tilkynna sigurvegara í teiknisamkeppninni „Lundi litli fer í bíó“. Staðsetning: Salurinn

Stuttmyndir 14+

Stuttmyndir 14+ Heimurinn hefur gjörbreyst. Þú prófar nýja hluti en óskar þess stundum að allt væri eins og áður. Þú heldur áfram en geturðu litið til baka? Dagskrá fyrir krakka 14 ára og eldri auk þess sem sérstakir gestir mæta fyrir sýningu á íslenskri stuttmynd. Sýnd í salnum Aðgangseyrir 500 kr.

Stuttmyndir 10+

Stuttmyndir 10+ Hvað gerist þegar ástvinur fer í burtu? En ef þú kemur á nýjan stað þar sem þú þekkir engan? Og hvað á maður að gera ef besta vini manns er rænt? Sýnd í salnum Aðgangseyrir: 500 kr.

Stuttmyndir 6+

Stuttmyndir 6+ Við ferðumst um heiminn með Jóhannesi allt frá norðurhluta Eistlands til Svíþjóðar þar sem við förum í bekkjarferð með Elínu; við leitum úlfa með Elísu í frönsku ölpunum og kynnumst strák og stelpu sem búa í smáþorpi í Íran. Leikkona mun leiða börnin í gegnum dagskrána. Sýnd í salnum Aðgangseyrir: 500 kr.

Stuttmyndir 4+

Stuttmyndir 4+ Villt dýr, menn og furðuverur lenda í stórum sem smáum ævintýrum og kynnast undrum hversdagsleikans. Hvernig er t.d. að vera ástfangin/n þegar maður er bara á leikskóla? Leikkona mun leiða börnin í gegnum dagskrána. Svarta Boxið Aðgangseyrir: 500 kr

Gullni Hesturinn

Gullni Hesturinn Nornin gamla, Svartmóðir, ætlar að sölsa undir sig veröldina með sorginni. Hún fangar prinsessu konungsríkisins og lokar hana inni í glerkistu. En andstæðingur hennar, Hvítfaðir, galdrar fram himinhátt og bratt ísfjall þar sem trónir kapella. Prinsessan fær að sofa þar í sjö ár og sjö daga áður en Svartmóðir tekur hana til sín. […]

Opnunarhóf RIFF fyrir börn og ungmenni

Opnunarhóf RIFF fyrir börn og ungmenni Við fögnum opnun Barnakvikmyndahátíðarinnar með sýningu á plakötum sem við höfum fengið send inn í „Litli Lundi fer í bíó“- keppnina. Langar þig til að vera hetjan, bardagamanneskjan eða vondi kallinn/konan? Komdu þá til okkar og fáðu andlitsmálningu fyrir kvöldið. Leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir mun leiða börnin í gegnum […]

Sigurðar Nordals fyrirlestur

Sigurðar Nordals fyrirlestur   Dr. Bo Ralph, prófessor emeritus í málvísindum við Gautaborgarháskóla og félagi í Sænsku akademíunni, flytur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu, mánudaginn 14. september nk. kl. 17.00, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn er á sænsku og nefnist : „et land, … i så många afseenden märkvärdigt“ —Islandsbilden i Sverige under fyrahundra […]

Portrett af Thor Vilhjálmssyni

  Thor Vilhjálmsson stofnaði til Bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt fleirum árið 1985. Í tilefni af því að hátíðin er 30 ára í ár og Thor hefði átt níræðisafmæli í ágúst á þessu ári verður sett upp sýning með myndum af Thor frá ýmsum tímum. Fjölmargir ljósmyndarar eiga myndir á sýningunni auk þess sem þar verða […]

Gaute Heivoll

Gaute Heivoll (1978) er norskur höfundur ljóða, smásagna og hefur hann einnig skrifað ritgerðir fyrir dagblöð og bókmenntatímarit. Gaute verður gestur á Höfundakvöldi Norræna hússins 2.febrúar 2016.   Gaute Heivoll (1978) has written poems, short stories and essays for newspapers and literary magazines. He has also conducted courses in creative writing in Norway and France […]

Höfundakvöld: Rawdna Carita Eira

fotograf: Bente Monica Hætta

Höfundakvöld eru fyrsta hvern þriðjudag í hverjum mánuði veturinn 2015-16. Rawdna Carita Eira 1. desember Rawdna Carita Eira mun spjalla um verk sín við Jórunni Sigurðardóttur dagskrárgerðarkonu. Vísnasöngkonan Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir flytur gestum ljúfa tóna. Hér getur þú streymt frá kvöldinu: Rawdna Carita Eira er leikskáld og rithöfundur af norskum og samískum ættum. Hún er […]

Höfundakvöld: Einar Már Guðmundsson

Einar Már Guðmundsson mun kynna nýja bók á höfundakvöldi í Norræna húsinu 6.október kl. 19:30. Einar Már Guðmundsson ræðir bókina Hundadagar við Pál Valsson Í þessari leiftrandi skemmtilegu sögu, sem fjallar um Jörund hundadagakóng, Jón Steingrímsson eldklerk og fleira fólk fyrri alda, er farið um víðan völl í tíma og rúmi; sögulegar staðreyndir eru á […]

Klassík í Vatnsmýrinni; Ástir og draumar kvenna

Klassík í Vatnsmýrinni 2015 í Norræna húsinu 11. nóvember kl. 20:00 Ástir og draumar kvenna Auður Gunnarsdóttir, sópran Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó Síðustu tónleikar þessa starfsárs í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, verða haldnir miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20:00 í Norræna húsinu. Þar munu konur vera í aðalhlutverkum. Flytjendur eru þær Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og píanóleikarinn […]

Klassík í Vatnsmýrinni : Eyrar-rósir

  EYRAR-RÓSIR Gitta-Maria Sjöberg, sópran Irene Hasager, píanó Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, verða haldnir miðvikudaginn 16. september kl. 20 í Norræna Húsinu í Reykjavík. Aftur fáum við frábæra gesti frá Norðurlöndum og í þetta sinn eru það sænska sópransöngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager. Þær munu flytja verk eftir Jean […]

Dönsk sögustund

Dansk hyggestund for børn på Nordens Hus’ børnebibliotek Danskar sögustundir, sept. – des. 2015 Sunnudaga kl. 14-15 6. sept. 4. okt. 8. nóv. 6. des. Forældre er velkomne til at deltage sammen med børnene eller kan kigge på boghylderne i voksenbiblioteket imens.

Ferðastyrkir

AUGLÝSING UM STYRKI FRÁ LETTERSTEDTSKA SJÓÐNUM haustið 2015 Letterstedtski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða. Sjóðurinn kallar hér með eftir umsóknum um styrki haustið 2015 með umsóknarfresti til 15. september n.k. þeir einir koma til greina, sem lokið hafa námi og hyggja […]

15:15 tónleikasyrpan

15:15 Tónleikasyrpan 20. september 2015 Dúó – Ísland – Færeyjar Norrænar stemningar og Brahms Ármann Helgason klarinettuleikari og Johannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum flytja verk eftir norræn tónskáld og sónötu eftir Johannes Brahms á fyrstu 15.15 tónleikum starfsársins í Norrænahúsinu, sunnudaginn 20.september kl.15.15. Miðasala er við innganginn. Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir […]

Framtíðarhorfur nýtingar jarðvarma

Ladislaus Rybach: Framtíðarhorfur nýtingar jarðvarma Opinn fundur á vegum þverfræðilegs náms í umhverfis- og auðlindafræðum. Ladislaus Rybach er einn fremsti vísindamaður í heimi hvað varðar nýtingu jarðvarma. Hann hefur lagt áherslu á umhverfismál sem og sjálfbærni í tengslum við jarðvarmavirkjanir. Hann hefur birt yfir 400 ritrýndar greinar og fjölmargar kennslubækur og hefur stundað rannsóknir og […]

Albert Engströmafton

Albert Engströmafton Lördagen den 29 augusti kl 17:00 i Nordens Hus med efterföljande ”kräftkalas” i Engströms anda kl 18:30 Möt den svenska författaren och konstnären Albert Engström i några intressanta föredrag. Albert Engström är i Island mest känd för sin bok ”Åt Häcklefjäll”, om den resa han företog 1911, men han var vid början av […]

Finnsk sögustund

Finnska sögustundin byrjar aftur! Hittumst í barnabókasafni Norræna hússins 23. ágúst 2015 kl. 12.00. Heitt á könnunni!

Norrænar glæpasögur- Pallborðsumræður

Norræna glæpasagan hefur haslað sér völl um allan heim og vinsældir hennar aukist verulega og víðsvegar undanfarin ár. Á glæpasagnahátíðinni Nordic Noir í Reykjavík langar okkur m.a. að heyra meira um hvernig það hafi gerst. Pallborðsumræðan er skipulögð af Ungmennadeild Norræna félagsins (UNF) fyrir innra starf systursamtakanna á Norðurlöndunum með það að markmiði að vekja […]

Camilla Plum á höfundakvöldi – Streymi

Camilla Plum

Camilla Plum, fædd 1956, er danskur matgæðingur og mörgum kunn úr danska sjónvarpinu þar sem hún hefur gert þættina Boller af stål og Camilla Plum og den sorte gryde. Þættir hennar hafa verið sýndir á RÚV. Camilla er menntaður arkitekt en hefur síðan árið 1997 séð um lífrænan bóndabæ, Fuglebjerggaard á Norður-Sjálandi. Hún hefur skrifað […]

Jens Andersen á höfundakvöldi

Norræna húsið stendur fyrir höfundakvöldum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á komandi vetri. Fyrsti viðburðurinn í seríunni er með danska höfundinum Jens Andersen sem flytur fyrirlestur um Astrid Lindgren og bókina Denne dag, et liv.. Denne dag, et liv er fyrsta norræna ævisagan um sænska rithöfundinn Astrid Lindgren í 40 ár. Í bókinni er varpað nýju […]

Vísur Svantes

„Se, hvilken morgenstund. Solen er rød og rund. Nina er gået i bad. Jeg spiser ostemad. Livet er ikke det værste man har, og om lidt er kaffen klar.“ Grátbroslegar vísur Svantes eftir danska skáldið Benny Andersen verða fluttar í Norræna húsinu 13. ágúst 2015 kl. 20:00. Vísurnar fjalla um örlög svíans Svante Svendsen sem […]

Trio Nor

Gítardúettinn DUO NOR hefur verið starfræktur í 13 ár og haldið tónleika víða, meðal annars á Jazzhátíð Reykjavíkur, á stofutónleikum á Gljúfrasteini, í Vestmannaeyjum og víðar og ávallt við góðar viðtökur. Nýr meðlimur Jón Rafnsson bassaleikari hóf samstarf með þeim Ómari Einarssyni og Jakobi H Olsen haustið 2014. Þessi liðsauki gefur nýjan og mjög skemmtilegan […]

Heidi Strand

Náttúran er mér bæði hvatning og myndefni, auk þess sem ég sæki efniviðinn þangað. Ég vinn mest með kembda ull, jafnt íslenska sem erlenda. Verk mín eru unnin með nálaþæfingu, votþæfingu og bróderístungu, auk þess sem ég nýti mér ásaum, bútasaum og vatteringu. Ég nota textilefni af ýmsu tagi og teikna með fríhendis saumi á […]

Dr. Mads Gilbert í Norræna húsinu

Dr. Mads Gilbert kemur aftur til Íslands verður aðalgestur á opnum umræðufundi og bókakynningu sem fram fer í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. júlí kl. 20:00. Þann dag verður nákvæmlega ár liðið frá síðasta árásarstríði Ísraelshers á Gaza svæðið hófst – sem stóð 51 dag og leiddi til dauða yfir 2200 Palestínumanna (fyrst og fremst óbreyttra […]

Björkologi

Björkologi er tilraunaverkefni jazzhópsins 23/8 sem tekur fyrir vel valin lög úr safni Bjarkar frá Debut til Vulnicura og útsetur á jazzvísu. Markmið verkefnisins er að kanna nýjar hliðar á fjölbreyttri og tilraunakenndri tónlist Bjarkar og útsetja fyrir hefðbundinn jazzkvartett þar sem einungis píanó, kontrabassi og rödd koma við sögu. Útkoman verður tónlist sem bæði […]

Þjóðin sem valdi Vigdísi – Viðburður á Arnarhóli 28. júní

Þjóðin sem valdi Vigdísi – 35 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri Norræna húsið vill vekja athygli á þessum viðburði sem verður haldinn sunnudagskvöldið 28. júní. Dagskrá á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní kl. 19.40 – 21.10: Blásarasveit skipuð félögum úr Wonderbrass opnar hátíðina með lúðrablæstri Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, setur hátíðina Flutt verður brot úr […]

Heidi Strand

Náttúran er mér bæði hvatning og myndefni, auk þess sem ég sæki efniviðinn þangað. Ég vinn mest með kembda ull, jafnt íslenska sem erlenda. Verk mín eru unnin með nálaþæfingu, votþæfingu og bróderístungu, auk þess sem ég nýti mér ásaum, bútasaum og vatteringu. Ég nota textilefni af ýmsu tagi og teikna með fríhendis saumi á […]

Andri Ívarsson

Andri Ívarsson heldur tónleika í gróðurhúsi Norræna hússins sunnudaginn 26. júlí kl. 15:00. Andri Ívarsson er uppistandari sem fléttar tónlist inní atriðið sitt. Það má segja að hann sé nokkurskonar grín trúbador þar sem syngur kómísk lög um lífið og tilveruna í bland við hefðbundið uppistand. Andri hóf ferilinn á „open mic“ uppistandskvöldum en fór […]

Dúettinn Singimar

Um er að ræða nýlegt samstarfsverkefni þeirra Inga Bjarna Skúlasonar píanóleikara og Sigmars Þórs Matthíassonar kontrabassaleikara. Um árabil hafa þeir leikið tónlist saman í hinum ýmsu hljómsveitum/verkefnum, þar má helst nefna jazzþjóðlagasveitina Silfurberg og dægurlagahljómsveitina Dægurflugurnar. Sumarið 2013 komu þeir þó í fyrsta skipti fram sem Dúettinn Singimar. Þar kanna þeir ótroðnar slóðir dúó formsins […]

Danski stúlknakórinn EVE

Danski stúlknakórinn EVE heldur tónleika í hátíðarsal Norræna hússins 8. ágúst kl. 15:00. Kórinn var stofnaður árið 2008 af stjórnanda hans, Birgitte Næslund Madsen, tónmenntakennara á framhaldsskólastigi sem vildi bjóða áhugasömum tónlistarnemendum Egaa íþróttaskólans uppá eitthvað nýtt. Kórinn samanstendur af 20-24 ungum stúlkum milli 16 og 20 ára. EVE er með víðtæka efnisskrá, þar á […]

Afleiðingar valdstjórnar. Hvaða áhrif hefur þróun mála í Rússlandi í raun og veru?

Afleiðingar valdstjórnar. Hvaða áhrif hefur þróun mála í Rússlandi í raun og veru? Opin málstofa á vegum EDDU – öndvegisseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands Norræna húsinu, 19. júní, 13.00–15.00 Margir muna ummæli Pútíns, skömmu eftir að hann tók við forsetaembætti í Rússlandi í fyrsta skipti, að einungis bjánar vildu endureisa Sovétríkin en þeir sem ekki […]

DALÍ

Hljómsveitin DALÍ spilar á Pikknikk tónleikum Norræna hússins í gróðurhúsinu 5. júlí kl. 15:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Rauður snjór

Listamannaspjall 15. nóvember kl. 15:00 – 17:00. Sunnudaginn  15. nóvember verður listamannaspjall með gestum og gangandi um sýninguna Rauður snjór. Jón Proppe, listfræðingur mun leiða umræður og sýnendur gefa gestum innsýn í verk sín. Allir velkomnir.   KONNECT málstofa- Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 kl. 17:00-19:00 Viðburðurinn er skipulagður af KONNECT sem er norrænt verkefni og tengir […]

Benni Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm kemur fram á Pikknikk tónleikum Norræna hússins í sumar. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er oft af mismunandi stærðargráðu og stíl, því meðlimir hljómsveitarinnar geta innihaldið alltf frá 1-40 meðlimi. Þegar hljómsveitin er fullskipuð setur brassbandið stóran svip á tónlistina, stundum eru einungis 6 meðlimir sem mynda lítið poppband og stundum er það […]

Björn Thoroddsen

Björn Thoroddsen kemur fram á Pikknikk tónleikum Norræna hússins 12.júlí kl. 15:00. Björn er mörgum kunnur fyrir snilli sína á gítarinn en hann hefur spilað á gítar frá 10 ára aldri. Aðgangur að tónleikunum er frír og öllum opin. Við hlökkum til að sjá ykkur

Mr. Silla á Pikknikk

Mr. Silla eða Sigurlaug Gísladóttir hefur verið sjálfstætt starfandi tónlistarkona í um áratug ásamt því að starfa með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við múm, Snorra Helgason, Low Roar og mörgum fleiri. Hún ætlar að spila fyrir okkur lög héðan og þaðan, hún mun flytja sín eigin lög í bland við uppáhaldslög hennar eftir aðra […]