Björkologi

Tónleikar


20:00

Björkologi er tilraunaverkefni jazzhópsins 23/8 sem tekur fyrir vel valin lög úr safni Bjarkar frá Debut til Vulnicura og útsetur á jazzvísu. Markmið verkefnisins er að kanna nýjar hliðar á fjölbreyttri og tilraunakenndri tónlist Bjarkar og útsetja fyrir hefðbundinn jazzkvartett þar sem einungis píanó, kontrabassi og rödd koma við sögu. Útkoman verður tónlist sem bæði er áhugaverð fyrir dygga aðdáendur söngkonunnar og gæti ef til vill opnað einstakan tónlistarheim Bjarkar fyrir þá sem minna þekkja til.
Tvennir tónleikar verða haldnir í Norræna húsinu, 24. og 25. júlí kl. 20:00 og er aðgönguverð 2000kr.

Hljómsveitin samanstendur af Stínu Ágústsdóttur söngkonu, Önnu Grétu Sigurðardóttur píanóleikara, Leo Lindberg á bassa og Emil Norman á trommur.

Í janúar s.l kom hljómsveitin fram með Monica Zetterlund prógram í Norræna Húsinu í Reykjavík við frábærar undirtektir. Miklu meira en húsfyllir var á tónleikunum og komust færri að en vildu. Hljómsveitin verður á tónleikaferðalagi um Ísland í lok júlí en kemur auk þess fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í ágúst og Jazzhátíð í Skógum í júlí.

Frekari upplýsingar um hljómsveitarmeðlimi er hægt að finna á facebook síðu hópsins https://www.facebook.com/238duo.
Hægt er að hlusta á tóndæmi af lögum sem 23/8 hefur útsett og tekið upp í Stokkhólmi hér:
https://soundcloud.com/twentythree-eight

Hægt er að taka frá miða hér: http://goo.gl/forms/AT7AWoiob6
Vinsamlegast takið eingöngu frá miða sem þið eruð viss um að þurfa, svo við vitum hvað við þurfum marga stóla.