Þjóðin sem valdi Vigdísi – Viðburður á Arnarhóli 28. júní

Mætum öll, gleðjumst saman og heiðrum Vigdísi á merkum tímamótum


19:40

Þjóðin sem valdi Vigdísi – 35 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri
Norræna húsið vill vekja athygli á þessum viðburði sem verður haldinn sunnudagskvöldið 28. júní.

Dagskrá á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní kl. 19.40 – 21.10:
Blásarasveit skipuð félögum úr Wonderbrass opnar hátíðina með lúðrablæstri
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, setur hátíðina
Flutt verður brot úr sápuóperunni Leitin að Jörundi og söngljóð Jónasar Árnasonar: Edda Þórarinsdóttir og Felix Bergsson, tónlistarstjórn Karl Olgeirsson
Norrænir listamenn heiðra Vigdísi með söng:
Eivør Pálsdóttir frá Færeyjum
Óperusöngvararnir Palle Knudsen frá Danmörku og Ylva Kihlberg frá Svíþjóð, Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó
Hljómsveitirnar Baggalútur og Samaris leika og syngja
Rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Jón Kalman Stefánsson ávarpa hátíðargesti
Ungt tónskáld Már Gunnarsson flytur frumsamið lag til Vigdísar
Hjörleifur Hjartarson flytur brot úr Sögu þjóðar
Sviðshöfundar og leikarar frá Listaháskóla Íslands og Stúdentaleikhúsinu leggja sitt af mörkum
Vigdís Finnbogadóttir ávarpar hátíðargesti