Jens Andersen á höfundakvöldi

Jens Andersen segir frá bók sinni um Astrid Lindgren, Denne dag, et liv, á höfundakvöldi Norræna hússins


19:30

Norræna húsið stendur fyrir höfundakvöldum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á komandi vetri. Fyrsti viðburðurinn í seríunni er með danska höfundinum Jens Andersen sem flytur fyrirlestur um Astrid Lindgren og bókina Denne dag, et liv..

Denne dag, et liv er fyrsta norræna ævisagan um sænska rithöfundinn Astrid Lindgren í 40 ár. Í bókinni er varpað nýju ljósi á sögu Astridar, farið er á bak við höfundaverkið og hugmyndir höfundarins. Hugsanir og gjörðir, sigrar og ósigrar, draumar og vonbrigði í lífinu eru skoðuð. „Ég lifi frjálslega og finnst að maður eigi að taka hverjum degi sem hann sé manns síðasti“, sagði Astrid Lindgren. Hún dó árið 2002, þá orðin 94 ára.

Orðatiltækinu „Þessi dagur, eitt líf“ eða „denne dag, et liv“ kynntist hún fyrst sem ung og skoðanasterk stelpa árið 1925. Þessi orð fylgdu henni svo í gegnum lífið, ástina og listina sem nokkurs kona mantra, sem eins konar leiðarhnoð í gegnum alltof stutt líf einstaklingsins: Gríptu það, njóttu þess, lifðu til fulls!

Bókin byggir á yfirgripsmiklu efni sem hingað til hefur ekki verið aðgengilegt s.s. óútgefnum bréfum, dagbókum og myndum. Jens Andersen tók einnig viðtöl við dóttur Astridar, Karin Nyman, sem hafði fylgt móður sinni í gegnum súrt og sætt. Þess má geta að sænskir heimildarþættir voru gerðir eftir bók Andersen og sýndir á RÚV síðastliðinn vetur.
Jens Andersen, fæddur 1955, er danskur rithöfundur og hefur áður starfað sem bókmenntagagnrýnandi á Berlinske Tidene. Hann hefur skrifað nokkrar ævisögur áður svo sem um Thit Jensen, Tom Kristensen, Tove Ditlevsen og svo um H.C. Andersen.

Viðburðurinn er hluti af Höfundakvöldaseríu Norræna hússins veturinn 2015-16.

Höfundakvöld Norræna hússins
1.september – Jens Andersen (DK)
6. október – Einar Már Guðmundsson
3. nóvember – Camilla Plum (DK)
1. desember – Rawdna Carita Eira (NO/samísk)
12.janúar – Kristina Sandberg (SE)
2.febrúar – Gaute Heivoll (NO)
1. mars – Åsne Seierstad (NO)
5.apríl – Susanna Alakoski (SE/FI)
3.maí – tilkynnt síðar