Höfundakvöld: Einar Már Guðmundsson

Höfundakvöld eru mánaðarlegur viðburður í Norræna húsinu veturinn 2015 - 16.


19:30

Einar Már Guðmundsson mun kynna nýja bók á höfundakvöldi í Norræna húsinu 6.október kl. 19:30.

Einar Már Guðmundsson ræðir bókina Hundadagar við Pál Valsson
Í þessari leiftrandi skemmtilegu sögu, sem fjallar um Jörund hundadagakóng, Jón Steingrímsson eldklerk og fleira fólk fyrri alda, er farið um víðan völl í tíma og rúmi; sögulegar staðreyndir eru á sínum stað en andagiftin er aldrei langt undan. Frásögnin leiðir okkur á vit ævintýra fortíðar þar sem eldgos á Íslandi orsakar hugsanlega byltingu í Frakklandi sem hefur svo aftur hefur víðtæk áhrif annars staðar … Og kannski á fortíðin brýnna erindi við samtíðina en okkur grunar?

Fram að viðburði og í hléi mun Aalto bistro selja veitingar.
Viðburðurinn fer fram á íslensku.