Dr. Mads Gilbert í Norræna húsinu


20:00

Dr. Mads Gilbert kemur aftur til Íslands verður aðalgestur á opnum umræðufundi og bókakynningu sem fram fer í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. júlí kl. 20:00.

Þann dag verður nákvæmlega ár liðið frá síðasta árásarstríði Ísraelshers á Gaza svæðið hófst – sem stóð 51 dag og leiddi til dauða yfir 2200 Palestínumanna (fyrst og fremst óbreyttra borgara, þar á meðal 551 barns) og 73 Ísraelsmanna (flestir þeirra eða 67 árásarhermenn en auk þess féllu í Ísrael 6 óbreyttir borgarar, þar af eitt barn). Enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili á Gaza af þeim sem voru gjöreyðilögð í innrásinni verið verið endurreist.

Á fundinum mun dr. Mads kynna nýútkomna bók sína Night in Gaza (Nótt í Gaza) sem var að koma út á ensku og fjallar um innrásina 2014 á Gaza. Umræður verða í kjölfar bókakynningarinnar sem Bogi Ágústsson fréttamaður stýrir. Þar verður bókin Nótt í Gaza á dagskrá, stríðið og afleiðingar þess og skýrsla Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðsglæpi á Gaza.

Dr. Mads Gilbert er yfirlæknir og prófessor í Tromsö í Noregi en hefur jafnframt unnið sjálfboðastörf á átakasvæðum víða um heim og er heimsþekktur fyrir framlag sitt á Gaza þar sem hann hefur verið við störf í fjórum slíkum árásum Ísraelshers á síðustu 9 árum.

Fundurinn er öllum opinn!

Nánari upplýsingar má finna hér:

https://www.facebook.com/events/1577124349176593/