11:00-11:30 14:00-14:30 Öll fjölskyldan er velkomin á Sögustund á sunnudegi á dönsku sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Lesin verður múmín saga á dönsku bæði kl. 11 og aftur kl. 14:00. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins og skoða múmínálfasýninguna Lesið og skrifað með múmínálfunum -en […]
Þann 10. nóvember klukkan 19:30 mun Norræna húsið halda bókmenntaviðburð þar sem skoðað verður hvernig bókmenntir nota vísindaskáldskap, hliðstæða veruleika og framtíðarsögur til að takast á við þemu á borð við náttúruna, sjálfsvitund og samfélagið. Charlotte Weitze og Fríða Ísberg munu ræða hvernig bókmenntir geta tekist á við útópíska og dystópíska veruleika. Auk þess […]
Verk barna á aldrinum 9-13 ára Verið velkomin á opnun sýningarinnar Efni, náttúra, framtíð í Norræna húsinu. Nemendur vinnustofunnar Efni, náttúra, framtíð sem haldin var í vetrarfríi sína afraksturinn Nemendur unnu með mismunandi efni og skoðuðu tengsl milli myndlistar og náttúru í gegnum ólíkar aðferðir. Innblástur var tekinn frá yfirstandandi sýningu í Hvelfingu TIME MATTER […]
11:00- 11:30 norska 14 – 14:30 íslenska Velkomin á norsk – íslenska Sögustund á sunnudegi. Gestum er boðið að kafa í heim Tove Jansson í gegnum sögu af Múmínsnáðanum og vinum hans. Einnig verður farið í gegnum Múmínsýningu sem er nú á barnabókasafni Norræna hússins og ungir gestir eru hvattir til að gera teikningu eða […]
11:00-11:30 14:00-14:30 Öll fjölskyldan er velkomin á Sögustund á sunnudegi á dönsku sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Lesin verður sagan Hvað gerðist þá? Bókin um Mímlu, Múmínsnáðann og Míu litlu, eftir Tove Jansson en þetta er fyrsta mynda bókin og eru múmínálfarnir kynntir til sögunnar í gegnum ævintýraleiðangur Múmínsnáða. Bókin er fallegur prentgripur […]
Sjálfbær samruni er röð þriggja viðburða í október og nóvember. Fólk úr skapandi greinum og vísindum kemur saman til að ræða hvernig listir og vísindi geta unnið saman að sjálfbærri framtíð. Á þessum opnunarviðburði koma saman einstaklingar með ólíkar nálganir að þeim stóru umhverfislegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og velta upp spurningum […]
Fimmtudaginn 4. nóvember milli 9:00 og 14:00 mun Katja Långvik, ráðgjafi hjá Nordic Culture Point veita ráðgjöf við styrkumsóknir í Norræna húsinu. Nordic Culture Point styrkir verkefni á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og gefst mögulegum umsækjendum tækifæri til að fá ráðgjöf við umsóknir sínar og umsóknarferlið. Nauðsynlegt er að bóka tíma í ráðgjöf með því að […]
Haust eða vetrar tónleikar – Jenny Wilson og Kate Havnevik í Norræna húsinu. Norræna húsið heldur tónleika með Jenny Wilson 4. nóvember og Kate Havnevik ásamt Guy Sigsworth 5. nóvember. Kate Havnevik og Jenny Wilson ættu að vera tónlistaráhugafólki vel kunnugar eftir samstörf við tónlistarfólk á borð við Björk, The Knife, Röyksopp og Robyn. Þær […]
11:00-11:30 sænska 14:00-14:30 íslenska Öll fjölskyldan er velkomin á sænsk – íslenska sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Þetta er fyrsta sögustund vetrarins og viðeigandi að lesið verði á upprunalegu tungumáli bókanna, en höfundurinn Tove Jansson var sænskumælandi Finni. Lesin verður saga úr einum af múmínálfabókunum á sænsku kl. 11:00 og á íslensku […]
Ókeypis vinnustofa þar sem vísindi og myndlist sameinast í ævintýralegum tilraunum sem listakonan og listkennarinn Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason leiðir. Skráning með nafni og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is Ragnheiður er menntuð við listaháskóla Íslands í dansi, og fór þaðan út í nám til Gautaborgar, þar sem hún sérhæfði sig í list í almannarými. Hún hefur síðan samið […]
Barnabarinn – SPA Krakkaveldi býður í slökun! Á Barnabarnum ráða krakkarnir öllu og prófa hugmyndir sem hafa komið upp í vikulegum smiðjum Krakkaveldis í Norræna Húsinu. Fimmtudaginn 4.nóvember verður boðið upp á tilrauna-SPA á Barnabarnum. „Spa Notalegt Lúksus Spa Cosi Cococosi Meira Spa Meira meira spa“ Krakkaveldi býður á Barnabarinn einu sinni í mánuði í […]
Ókeypis vinnustofur í vetrarfríi grunnskóla fyrir allan aldur í Norræna húsinu. Lesið og skrifað með múmínálfunum 6-9 ára Kl. 11:00-12:30 Vinnustofan hefst á leiðsögn með safnkennara í gegnum Múmínsýninguna Lesið og skrifað með Múmínálfunum í barnabókasafni Norræna hússins. Á myndum sýningarinnar má sjá íbúa Múmíndals í mismunandi aðstæðum og hvert verk inniheldur staf sem tengist […]
Í Norræna húsinu starfar kraftmikið teymi sem nú leitar að fjármálastjóra. Við leggjum mikla áherslu á að finna einstakling sem er traustur, skapandi og lausnamiðaður. Viðkomandi verður bæði að geta unnið sjálfstætt og verið áreiðanlegur liðsmaður. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana og uppgjöra Eftirfylgni með reikningagerð, launaútreikningum og tekjustreymi Umsjón […]
Niður sjávar og vatns er aðalþema þessa verks sem er samið fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en norræn goðafræði svífur einnig yfir vötnum. Sagan er sögð af tónskáldinu, Svöfu Þórhallsdóttur, sem leiðir börnin í ævintýraheim og notar hún söguna til að skapa aðstæður þar sem börnin fá að taka þátt. Tónlistin skapar […]
Málstofan Fólksflutningar, flóttafólk og innflytjendur // 15:00-16:00 Er mögulegt að nota frásagnir og myndir til að auka skilning barna á hlutskipti annarra? Geta bækur byggt brýr milli ólíkra menningarheima? Anna Vaivare (LV), Indrek Koff (ER), Lára Garðarsdóttir (IS) og Kristín Helga Gunnarsdóttir (IS) lýsa því hvernig þau hafa tekist á við þessar spurningar og önnur […]
Flökkusaga – sögustund // 14:00-14:30 Lára Garðarsdóttir les bók sína Flökkusaga sem fjallar um ísbirni sem neyðast til að leggja land undir fót og þurfa að takast á við krefjandi verkefni á nýjum slóðum eins og að falla inn í hópinn.
Alle sammen teller // 13:30-14:15 Það er frábært hvað við erum öll ólík! Alle sammen teller, eftir Kristin Roskifte frá Noregi, er skemmtileg og lifandi bók þar sem hægt er að telja fólk, fylgja því eftir og sjá hvernig sögur þeirra fléttast saman. Í bókinni eru mörg leyndarmál, bæði stór og smá, sem forvitnir og […]
Furðuheimar sólkerfisins // 13:00-13:45 Smiðja með Sævari Helga Bragasyni þar sem við ímyndum okkur hvernig það væri að heimsækja ýmsa furðustaði í sólkerfinu okkar. Við teiknum staðina og setjum okkur í spor geimfara framtíðarinnar sem kanna þá.
Múmínsnáðinn og Mía litla // 12:15-12:45 Langar þig að hitta Múmínsnáðann og Míu litlu og syngja og dansa með þeim? Þau eru komin hingað alla leið frá Finnlandi til að hitta ykkur. Fer fram á ensku.
Múmínsnáðinn og Mía litla // 14:30-14:50 Langar þig að hitta Múmínsnáðann og Míu litlu og syngja og dansa með þeim? Þau eru komin hingað alla leið frá Finnlandi til að hitta ykkur.
Frá hljóði til sögu // 11:15-12:00 Vinnustofa með Indrek Koff frá Eistlandi um að finna innblástur í hljóðum. Eftir að hafa hlustað á mismunandi hljóð byrja þátttakendur að ímynda sér söguhetju sem gætu framleitt þessi hljóð og þau teikna hana á blað. Eftir það gefum við sögupersónunni líf með því að búa til sögu um […]
Múmínsnáðinn, Mía litla og Múmíndalur // 10:45-11:15 Langar þig að hitta Múmínsnáðann og Míu litlu, fá að knúsa þau og vera með þeim á mynd? Þau eru komin hingað alla leið frá Finnlandi til að hitta ykkur. Klukkan 11:00 förum við niður á barnabókasafnið í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal og kynnumst Múmínstafrófinu. Listkennari leiðir […]
Lettneski skólinn á Íslandi // 10:00-11:00 Agnese Vanaga og Anna Vaivare hitta börnin í Lettneska skólanum á Íslandi í Norræna húsinu. Lettneskumælandi fjölskyldur hjartanlega velkomnar. Nánari upplýsingar á https://latviesuskolina.wordpress.com/
Málstofan Barnabækur framtíðarinnar // 14:30-15:30 Heimur okkar breytist og það þurfa barnabókmenntirnar líka að gera. Mun hlutverk barnabóka breytast á næstu áratugum? Verða þær þýðingarminni? Hvernig mun útgáfubransinn takast á við þarfir nýrra lesenda á umhverfislega ábyrgan hátt? Þátttakendur í málstofu eru Agnese Vanaga (LV), Andri Snær Magnason (IS), Linda Bondestam (FI) og Timo Parvela […]
Setning Mýrarinnar // 09:15-09:25 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra flytur setningarávarp. Náttúra og maður // 09:30-10:30 Í þessari málstofu verður rætt um hvernig tengsl manns og náttúru birtast í barnabókmenntum, bæði nýjum og gömlum. Við munum einnig velta fyrir okkur gildi þess að nota bókmenntir til að ræða við börn um náttúruna, eiginleika […]
Viðtal // 12:40-13:00 Hlutverk Moomin Characters Ltd. er að varðveita og efla arfleifð Tove Jansson. Hvernig fara þau að því? Vissir þú að Moomins var fyrsti sjónvarpsþátturinn sem var sýndur í Japan? Er það satt að sögupersónan Sophia úr Sumarbók Tove Jansson var byggð á frænku Tove, Sophia Jansson? Erling Kjærbo (FO), yfirbókavörður í Norræna […]
Norræni bókaormurinn // 10:45-11:15 Norræni bókaormurinn (Den nordiska bokslukaren) er nýtt verkefni sem hefur það að markmiði að stuðla að lestri norrænna barnabókmennta. Það verður gert með því að búa til kennsluefni út frá norrænum myndabókum og kynna þannig börnin fyrir þeim fjársjóði sem norrænar barnabókmenntir hafa að geyma. Mikaela Wickström frá Nordisk kulturkontakt í […]
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur yfir frá 30. september til 10. október 2021. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af fjölda kvikmyndasýninga og annarra viðburða. Á hátíðinni í ár er lögð sérstök áhersla á tónlist í kvikmyndum og hollenska kvikmyndagerð. Úrval glænýrra hollenskra kvikmynda verður sýndur undir titlinum Holland í fókus ásamt því að kvikmyndir hvaðanæva að […]
Velkomin á leiðsögn á Fimmtudeginum langa um sýninguna TIME MATTER REMAINS TROUBLE. Arnbjörg María Daníelsen og Veigar Ölnir Gunnarsson leiða gesti í gegnum þessa nýju sýningu og segja frá intaki og samhengi hennar og verkanna sem þar eru til sýnis. Listamenn sýningarinnar eru: Alice Creischer Anna Líndal Anna Rún Tryggvadóttir Bjarki Bragason nabbteeri Aðferðir sem […]
Krakkaveldi býður fullorðnum og börnum á barinn! Á Barnabarnum ráða krakkarnir öllu og prófa hugmyndir sem hafa komið upp í vikulegum smiðjum Krakkaveldis í Norræna Húsinu. Á mjúkri opnun Barnabarsins á fimmtudag verður boðið upp á kokteila, slökun, trúnó og kynningu á hugmyndum meðlima Krakkaveldis um þennan óhefðbundna bar sem starfræktur verður í húsinu í […]
Við munum aldrei trúa því að tegund geti horfið alveg af yfirborði jarðar – Mannfræði útrýmingarinnar með Gísla Pálssyni og Jebbe Segupta Carsensen frá Ny jord – Tidsskrift for naturkritik. Sagt er að útrýming sé eilíf. En hvernig skiljum við til fulls útrýmingu frá mannfræðilegu sjónarhorni? Gísli Pálssonar ræðir útgáfu sýna, Vandræðaleg útrýming (e. An […]
Í samtali við myndlistarsýninguna TIME MATTER REMAINS TROUBLE, sem nú stendur yfir í Hvelfingu, sýnir Norræna Húsið kvikmyndina Storytelling for Earthly Survival í leikstjórn Fabrizio Terranova. „Kvikmyndin Donna Haraway: Story Telling for Earthly Survival, stendur á mörkum athygli og einbeitingar. Húmor er beitt í frumlegri framsetningu á þessu mikilvæga listaverki sem talar jafnt til þeirra […]
Í tilefni Vestnorræna dagsins, 23. september, verður umræðufundur um sýn Færeyja og Grænlands á vestnorrænt samstarf. Hvar liggja helstu áskoranir í samstarfi landanna þriggja? Hvar eru mestu tækifærin og hverjar eru væntingarnar til samstarfsins? Velkomin í salinn eða fylgist með í streymi hér. Fundurinn fer fram á ensku. Þátttakendur: – Ann-Sofie Nielsen Gremaud, dósent í […]
Færeyska heimildarmyndin SKÁL (2021) verður sýnd í Norræna húsinu sem hluti af dagskrá í tilefni Vestnorræna dagsins 23. september. Aðgangur ókeypis, fyrstir koma fyrstir fá sæti. Nánari lýsing á myndinni hér fyrir neðan. Aðalpersónur myndarinnar verða viðstaddar og svara spurningum eftir sýninguna, þau Dania O. Tausen og Trygvi Danielsen. Á undan myndinni er móttaka kl. […]
Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals 14. september gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Að þessu sinni mun Dagný Kristjánsdóttir prófessor emeritus flytja fyrirlestur í tilefni dagsins. Fyrirlesturinn kallar hún Frásagnir og læknisfræði: Samstarf bókmennta og heilsugæslu. Síðustu 30 árin hafa átt sér stað athyglisverðar umræður milli heilbrigðis- og hugvísinda um samskipti lækna og sjúklinga, […]
Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu í ár með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september. Markmið dagsins er að varpa ljósi á samstarf nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands. Dagskráin samanstendur af annars vegar umræðufundi og hins vegar sýningu færeysku heimildarmyndarinnar SKÁL (2021) með móttöku og veitingum á milli dagskrárliða. Auk þess mun grænlenski trommudansarinn […]
OUTPOST II – lys:mørke er en konsertutstilling. Elevene ved Myndlistaskóli Mosfellsbæjar har samarbeidet med fire komponist-utøvere fra Norge og Island, og denne kvelden skal de vise frem kunstverkene sine. Temaet de har jobbet med er lys og mørke og hvordan det påvirker livet vårt i nord. Komponist-utøverne vil fremføre musikk komponert med utgangspunkt i elevenes […]
Finnsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússin, með Sophia Jansson, frænku Tove Jansson. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja finnsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur finnskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja í bókahillurnar […]
Viðburðir í Norræna húsinu Miðvikudagur 8. september Barnadagskrá: Lesið og skrifað með Múmínálfunum Múmínálfasýningin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal. Saman geta börn og fullorðnir kynnt sér fígúrur og sögur úr Múmíndalnum og rætt tilfinningar eins og vonbrigði, sorg og ævintýraþrá. […]
Rithöfundurinn Tove Jansson og myndskreytarinn Tuulikki Pietelä dvöldu á finnsku eyjunni Klovharun í heil 25 sumur. Heimildarmyndin byggir á veru þeirra þar á árunum 1970-1991 og er unnin úr 20 klukkustunda efni af Super 8 filmum á sama tímabili. Einlægur og opinn texti myndarinnar er eftir Tove Jansson. Sænsku með enskum texta. 44 mínútur. Kvikmyndataka, […]
Sænsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússin, með Sophia Jansson, frænku Tove Jansson. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja sænsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur sænskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja í bókahillurnar […]
Ókeypis smiðja fyrir 4-10 ára. Ungum gestum er boðið í samtal, leiki, lestur og föndur sem tengir saman bókstafi og tilfinningar. Stafrófið er í forgrunni á sýningunni Lesið og skrifað með Múmínálfunum og hver stafur og mynd á sýningunni tengist mismunandi tilfinningu á borð við vonbrigði, sorg og ævintýraþrá . Brot úr sögum um múmínálfana […]
We invite you to an exciting conversation between Sophia Jansson and Gerður Kristný, about Tove Jansson and the Moomins. Followed by a multilingual reading of „Tales from the Moominvalley“ from Tove Jansson’s Moomin universe. The reading takes place in the Auditorium in the Nordic House, Iceland, at 16:00 Icelandic time. The event is free, everyone […]
We are using cookies to give you the best experience on our website.AcceptPrivacy Policy