Sjálfbær samruni – Listir, vísindi og miðlun þekkingar


16.00 - 18.00
Salur

 

Sjálfbær samruni er röð þriggja viðburða í október og nóvember. Fólk úr skapandi greinum og vísindum kemur saman til að ræða hvernig listir og vísindi geta unnið saman að sjálfbærri framtíð.

Á þessum opnunarviðburði koma saman einstaklingar með ólíkar nálganir að þeim stóru umhverfislegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og velta upp spurningum um hvað miðlun þekkingar er og hvers vegna hún er mikilvæg fyrir sjálfbæra framtíð.

Öll áhugasöm eru hvött til að mæta, upplifa og ræða saman í sal Norræna hússins eða fylgjast með í streymi.

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands og Norræna húsið bjóða upp á viðburðaröðina.


Sviðsmyndin er þessi:
Við stöndum á tímamótum. Loftslagsváin og tap á lífbreytileika ógna tilvist okkar og mun áratugurinn 2021-2030 skipta sköpum um hvernig ganga mun að takast á við þessar stóru áskoranir. Listgreinar eru áhrifavaldar í samfélaginu og sinna mikilvægu hlutverki þegar kemur að miðlun hugmyndafræði og þekkingar. Auk þess eru þær drífandi afl í öllum stórum samfélagslegum og menningarlegum umskiptum og vitundarvakningu. Því er mikilvægt að opið og frjótt samtal eigi sér stað á milli lista og vísinda og að geirarnir styðji hvor við annan, skiptist á hugmyndum, vinni saman að miðlun þekkingar og leiti skapandi lausna.

Við tengjum saman einstaklinga með ólíkar nálganir að þeim stóru áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og veltum upp spurningum um hvað miðlun þekkingar er og hvers vegna hún er mikilvæg fyrir sjálfbæra framtíð.

Dagskrá:

Myrra Leifsdóttir – myndlistarkona og starfsmaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, HÍ

Unnur Björnsdóttir – LÁN, listkennslunemi, ungur umhverfissinni og myndlistarkona

Ida Karólína Harris – LÁN, ungur umhverfissinni

Skúli Skúlason – líffræðingur, prófessor við Háskólann á Hólum og sérfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Atería – tónlist

Ólafur Páll Jónsson – heimspekingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ

  • Pallborðsumræður
  • Eftir viðburðinn verður boðið upp á veitingar og spjall

Opið verður á myndlistarsýninguna Time Matter Remains Trouble í Hvelfingu Norræna hússins fram eftir kvöldi og er tilvalið fyrir gesti að skoða hana en hún fjallar um samspil manns og náttúru.

Fundarstjóri: Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og nemi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.