Um mannfræðilegar hliðar útrýmingar með Ny Jord og Gísla Pálssyni


19.30
Salur
Aðgangur ókeypis

Við munum aldrei trúa því að tegund geti horfið alveg af yfirborði jarðar – Mannfræði útrýmingarinnar með Gísla Pálssyni og Jebbe Segupta Carsensen frá Ny jord – Tidsskrift for naturkritik.

Sagt er að útrýming sé eilíf. En hvernig skiljum við til fulls útrýmingu frá mannfræðilegu sjónarhorni? Gísli Pálssonar ræðir útgáfu sýna, Vandræðaleg útrýming (e. An Akward Extinction ) frá Princeton University Press, um útrýmingu Geirfuglsins og mannfræðileg sjónarmið á útrýmingu, við Jeppe Sengupta Carstensen í Norræna Húsinu. Tegundatengdar sögur munu leiða samtalið með tilvitnunum í bókmenntir, líffræði og mannfræðilegan skilning og lýsingu á útrýmingu.

Þetta samtal er nátengt þema sýningarinnar TIME MATTER REMAINS TROUBLE sem nú er opin í Hvelfingu Norræna hússins. Sýningin kannar og víkkar skilning okkar á sambandi mannsins við umhverfi sitt og náttúru.

Viðburðurinn hefst klukkan 19.30 og samanstendur af tveimur fjörutíu mínútna fundum og hléi á milli. Einnig gefst tími fyrir áhorfendur til að spyrja.

Veitingarstaður Sónó verður með barinn opinn á meðan viðburðinum stendur.

Gísli Pálsson er prófessor emeritus í mannfræði við Háskóla Íslands. Hann er höfundur, ritsjóri og meðhöfundur fjölda bóka og má þar helst nefna Nature, Culture, and Society – Anthropological Perspectives on Life (2015) og Biosocial Becomings: Integrating Social and Biological Anthropology (ritstýrt með Ingold, 2013).

Jeppe Sengupta Carstensen er ritstjóri og stofnandi danska þverfaglega tímaritsins Ny Jord – Tidsskrift for naturkritik. Hann hefur lengi stundað skrif um umhverfisvána sem sjálfstætt starfandi blaðamaður fyrir ýmsa miðla á borð við Weekendavisen og einnig unnið sem forritari hjá CPH:DOX og stofnað Terrassen í Kaupmannahöfn.