Barnabarinn


17.00 - 18.00
Anddyri
Barnabarinn – SPA

Krakkaveldi býður í slökun! Á Barnabarnum ráða krakkarnir öllu og prófa hugmyndir sem hafa komið upp í vikulegum smiðjum Krakkaveldis í Norræna Húsinu. Fimmtudaginn 4.nóvember verður boðið upp á tilrauna-SPA á Barnabarnum. „Spa Notalegt Lúksus Spa Cosi Cococosi Meira Spa Meira meira spa“

Krakkaveldi býður á Barnabarinn einu sinni í mánuði í vetur. Þar verður m.a. boðið upp á frumlega kokteila (áfengislausa), slökun, trúnó og kynningu á hugmyndum meðlima Krakkaveldis um þennan óhefðbundna bar sem starfræktur verður í húsinu í allan vetur.

Aðgangur er ókeypis og gestir á öllum aldri velkomnir!

Áhugasamir geta sent umsókn á krakkaveldi@gmail.com.

Barnabar Krakkaveldis nýtur styrks frá Barnamenningarsjóði Íslands og Nordisk Kulturfond.