Ný jörð? – Tilraunavinnustofa


13.00 - 15.00

Ókeypis vinnustofa þar sem vísindi og myndlist sameinast í ævintýralegum tilraunum sem listakonan og listkennarinn Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason leiðir.

Skráning með nafni og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is

Ragnheiður er menntuð við listaháskóla Íslands í dansi, og fór þaðan út í nám til Gautaborgar, þar sem hún sérhæfði sig í list í almannarými. Hún hefur síðan samið dansverk, haldið myndlistarsýningar og rekið menningarrýmið Midpunkt ásamt eiginmanni sínum Snæbirni Brynjarssyni og Joönnu Pawlowsku.

(Mynd: Anna Líndal)