Sögustund á sunnudegi – norska & íslenska


11.00-14.30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

11:00- 11:30 norska

14 – 14:30 íslenska

Velkomin á norsk – íslenska Sögustund á sunnudegi. Gestum er boðið að kafa í heim Tove Jansson í gegnum sögu af Múmínsnáðanum og vinum hans. Einnig verður farið í gegnum Múmínsýningu sem er nú á barnabókasafni Norræna hússins og ungir gestir eru hvattir til að gera teikningu eða eigin múmínsögu. Gestir eru hvattir til að taka þátt í sögusamkeppni og skilja eftir stutta sögu eða mynd sem fer í samkeppni. Á Sérstakri sögustund þann 5. desember er verðlaunahafi kynntur á hátíðarviðburði og hlýtur vegleg múmín verðlaun.

Lesin verður saga úr einum af múmínálfabókunum á norsku kl. 11:00 og á íslensku kl. 14:00. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins.

Sögumaður er Matja Steen. Matja er sjúkraþjálfari að mennt og vinnur sem slíkur. En þar að auki hefur hún langa reynslu af menningarstarfi með börnum, hún hefur verið með sögustund í Norræna Húsinu í mörg ár og einnig verið stjórnandi á bókmennta- og leiklistarsumarbúðum í Noregi á sumrin.