Donna Haraway: Story Telling for Earthly Survival


19:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Í samtali við myndlistarsýninguna TIME MATTER REMAINS TROUBLE, sem nú stendur yfir í Hvelfingu, sýnir Norræna Húsið kvikmyndina Storytelling for Earthly Survival í leikstjórn Fabrizio Terranova.

„Kvikmyndin Donna Haraway: Story Telling for Earthly Survival, stendur á mörkum athygli og einbeitingar. Húmor er beitt í frumlegri framsetningu á þessu mikilvæga listaverki sem talar jafnt til þeirra sem þekkja hugarheiminn og til þeirra sem vilja kynnast honum.“

-Filipa Ramos, December 2016

Donna Haraway er margkunnugur fræðimaður á sviði feminisma, tækni, vísinda og heimspeki.Hún vakti fyrst athygli á níunda áratugnum með skrifum sýnum um kyn, sjálfsvitund og tækni sem þá ögraði ríkjandi hugmyndum um málefnin og opnaði dyrnar að fjöltegunda-feminisma. Haraway er ótrúlegur sögumaður sem mótar uppreisnagjarnan og bjartsýnan hugarheim í skrifum sínum um fjöltegundirnar á tímum hamfara. Belgíski kvikmyndagerðamaðurinn Fabrizio Terranova heimsótti Haraway á heimili hennar í Kaliforníu og bjó í raun með henni á meðan framleiðslan á þessari undarlega og frábæra listaverki stóð yfir. Terranova leyfir Haraway að tala í sýnu nátturulega umhverfi sem hleypir miklu lífi í frásagnir þessa næma vísindamans. Útkoman er fágæt, einlægt og skörp mynd af einum mikilvægasta hugsuði okkar tíma.

Ókeipis er á sýninguna en bóka þarf miða í gegnum linkinn
Bóka miða