Sögustund á sunnudegi á dönsku


11.00-14.30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
11:00-11:30
14:00-14:30

Öll fjölskyldan er velkomin á Sögustund á sunnudegi á dönsku sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Lesin verður sagan Hvað gerðist þá? Bókin um Mímlu, Múmínsnáðann og Míu litlu, eftir Tove Jansson en þetta er fyrsta mynda bókin og eru múmínálfarnir kynntir til sögunnar í gegnum ævintýraleiðangur Múmínsnáða. Bókin er fallegur prentgripur og verður myndum varpað á skjá – svo allir geti séð.

Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins og skoða múmínálfasýninguna Lesið og skrifað með múmínálfunum -en kennsluefni á sænsku, ensku og íslensku er á staðnum fyrir áhugasama. Einn fremur eru ungir sem aldnir hvattir til að taka þátt í sögusamkeppni og skilja eftir stutta sögu eða mynd sem fer í samkeppni. Á Sérstakri sögustund þann 5. desember er verðlaunahafi kynntur á hátíðarviðburði og hlýtur vegleg múmín verðlaun.

Sögumaður er Niovi Belén Bendtsen.

Niovi er með MA í sagnfræði og fyrirtækja hugvísindi frá Købehavns Universitet en auk þess bætti hún við sig núvitundarnámi með áherslu á fjölskyldur og starfaði sem leiðbeinandi í Kaupmannahöfn áður en hún flutti til Íslands. Hún hefur meðal annars unnið sem núvitundar kennari með áherslu á fjölskyldur og er sjálf þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 7, 4, og eins árs.