Vestnorræni dagurinn 2021


17:00
Salur

Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu í ár með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september. Markmið dagsins er að varpa ljósi á samstarf nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands.

Dagskráin samanstendur af annars vegar umræðufundi og hins vegar sýningu færeysku heimildarmyndarinnar SKÁL (2021) með móttöku og veitingum á milli dagskrárliða. Auk þess mun grænlenski trommudansarinn Varna Nielsen koma fram.

Dagskrá

17.00-18.00 – Sýn Færeyja og Grænlands á vestnorrænt samstarf – umræðufundur (á ensku)

Í milliríkjasamstarfi hefur áhugi aukist á Norðurskautssvæðinu og inn í það fléttast samstarf vestnorrænu landanna. Á fundinum verður varpað ljósi á samstarf vestnorrænu landanna út frá sjónarhóli Færeyja og Grænlands. Hvar liggja helstu áskoranir í samstarfinu? Hvar eru mestu tækifærin og hverjar eru helstu væntingar til samstarfsins?

Þátttakendur:
Ann-Sofie Nielsen Gremaud, dósent í dönsku við HÍ
Sumarliði Ísleifsson,  lektor við sagnfræði við heimspekideild HÍ
Halla Nolsøe Poulsen, sendimaður Færeyja á Íslandi
Tove Søvndahl Gant, sendimaður Grænlands á Íslandi
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins

Í lok fundarins verður sýnd stuttmynd um menntaskólanema sem eru í Norður Atlantshafsbekknum þar sem þau deila reynslu sinni af því að búa og nema í vestnorrænu löndunum þremur.

18.00 Móttaka í anddyri Norræna hússins

  • Vestnorrænir drykkir og aðrar veitingar.

18.20 Grænlenski trommudansarinn Varna Nielsen treður upp.

18.30 Sýning færeysku heimildarmyndarinnar SKÁL (2021) og umræður á eftir.

  • Nánari upplýsingar um myndina hér.

19.50 Spurt og svarað með aðalpersónum myndarinnar – Trygvi Danielsen & Dania O. Tausen

Bókasafn Norræna hússins býður upp á fjölbreytt úrval bóka og listaverka til láns eftir færeyska og grænlenska listamenn sem vakin verður sérstök athygli á í tilefni dagsins.

Í sýningarsalnum Hvelfingu, í kjallara hússins, verður hægt að skoða hina nýopnuðu sýningu TIME MATTER REMAINS TROUBLE

Vestnorræni dagurinn er haldinn á vegum Norræna hússins í samstarfi við eftirtalda aðila:

  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
  • Færeyska sendiskrifstofan á Íslandi
  • Grænlenska sendiskrifstofan á Íslandi
  • Vestnorræna ráðið
  • Norræna félagið á Íslandi
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið


Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 23. september ár hvert til að auka samvinnu og samkennd milli nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands. Haustjafndægur varð fyrir valinu til að marka vestnorræna sögu og menningu á Vestur-Norðurlöndunum. Umsjón með deginum er í höndum mennta- og menningarmálaráðuneytis í hverju landi fyrir sig. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í öllum þremur löndunum á sama tíma.