Halastjörnur, álfar & vísindaskáldskapur
11.00-12/13.00-15.00
Ókeypis vinnustofur í vetrarfríi grunnskóla fyrir allan aldur í Norræna húsinu.
Lesið og skrifað með múmínálfunum
6-9 ára
Kl. 11:00-12:30
Vinnustofan hefst á leiðsögn með safnkennara í gegnum Múmínsýninguna Lesið og skrifað með Múmínálfunum í barnabókasafni Norræna hússins. Á myndum sýningarinnar má sjá íbúa Múmíndals í mismunandi aðstæðum og hvert verk inniheldur staf sem tengist mismunandi tilfiningum. Safnkennari les sögubrot úr múmínbókum sem endurspeglar þessar tilfiningar, svo er spjallað og farið í leiki. Eftir leiðsögn gefst gestum færi á að skapa sína eigin múmínpersónu, í máli eða myndum, og þeir sem vilja, eiga þess kost á að setja sína mynd eða texta í sögusamkeppni, en sigurvegarinn verður tilkynntur á sérstakri sögustund og fjölskylduhátíð þann 5. desember og hlýtur hann vegleg múmín verðlaun.
Gestum er velkomið að dvelja að vinnustofu lokinni áfram á barnabókasafni með foreldri eða forráðarmanni. Skráning fer fram með því að senda nafn og kennitölu á netfangið hrafnhildur@nordichouse.is
Athugið að skráning gildir aðeins fyrir annan daginn því sama dagskrá er báða dagana.
Efni, náttúra, framtíð
10 – 14 ára
13:00 – 15:00 Salur
Í þessari tveggja daga vinnustofu gefst nemendum færi á að vinna með mismunandi efni og skoða tengsl milli myndlistar og náttúru í gegnum ólíkar aðferðir. Blöndun á efnum enda í skúlptúrum og prentum og eru verk á sýningunni TIME MATTER REMAINS TROUBLE, sem stendur nú yfir í Hvelfingu, sýningarrými Norræna hússins, notuð sem upphafspunktur námskeiðsins.
Einnig munu sérfræðingar frá veitingarstað Norræna hússins SÓNÓ og bjóða nemendum í gróðurhús Norræna hússins þar sem þeir kenna hvernig hægt er að blanda saman mismunandi jurtum til að blanda í sitt eigið náttúrmeðal. Að því loknu verða form náttúrunnar skoðuð í gegnum grænmetis – og ávaxta prent.
Nemendur verða ennfremur hvattir til að setja sig í stellingar vísindamanna, með því að safna að sér, rannsaka og kanna hluti og efni sem fyrirfinnast í umhverfi Norræna hússins. Að því loknu taka við tilraunir með að forma, sameina og breyta efnunum og skapa úr þeim heildstæðan skúlptur með aðstoð leirs og bráðins vax. Skúlptúrarnir sem verða til fara á sýningu í andyri Norræna hússins sem verður uppi út nóvember mánuð. Skráning fæst með því að senda nafn og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is
Athugið að skráning gildir fyrir báða daganna.