Setning Mýrarinnar og málstofan Náttúra og maður


9.15
Salur
Miðaverð ISK 0Kaupa miða

Setning Mýrarinnar // 09:15-09:25

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra flytur setningarávarp.

 

Náttúra og maður // 09:30-10:30

Í þessari málstofu verður rætt um hvernig tengsl manns og náttúru birtast í barnabókmenntum, bæði nýjum og gömlum. Við munum einnig velta fyrir okkur gildi þess að nota bókmenntir til að ræða við börn um náttúruna, eiginleika hennar, verðmæti og hvernig þeirra eigin sjálfsmynd getur tekið mót af því hvernig þau ýmist spegla sig í náttúrunni, sjá sig sem hluta af henni, eða líta á hana sem eitthvað ytra. Þátttakendur eru Gunnar Theodór Eggertsson (IS), Jurga Vile (LI), Kertu Sillaste (ER), Lina Itagaki (LI) og Watse Sybesma (NE). Stjórnandi er Ólafur Páll Jónsson.