Ráðgjöf við styrkumsóknir hjá Nordic Culture Point

Fimmtudaginn 4. nóvember milli 9:00 og 14:00 mun Katja Långvik, ráðgjafi hjá Nordic Culture Point veita ráðgjöf við styrkumsóknir í Norræna húsinu. Nordic Culture Point styrkir verkefni á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og gefst mögulegum umsækjendum tækifæri til að fá ráðgjöf við umsóknir sínar og umsóknarferlið.

Nauðsynlegt er að bóka tíma í ráðgjöf með því að senda tölvupóst á hjalti@nordichouse.is

Styrktegundir sem hægt er að sækja um hjá Nordic Culture Point:

  • Mobility Funding er til að standa straum af ferðakostnaði fyrir stuttar ferðir (allt að 10 daga) ætluðum umsækjendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem starfa við listir og menningu. Umsóknarfrestur er fjórum sinnum á ári.
  • Culture and Art Programme veitir styrki til einstaklinga, hópa og stofnana innan allra tegunda lista og menningar. Verkefni mega vera á öllum stigum og vera samvinnuverkefni að minnstakosti þriggja landa þar af verða tvö að vera norræn. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári.
  • NORDBUK styður verkefni þar sem markhópurinn er börn og ungmenni (30 ára og yngri) sem skipuleggja og þróa verkefni. Verkefnið skal vera samstarf á milli amk. þriggja Norðurlanda. Umsóknarfrestur er þrisvar á ári.
  • Volt styður verkefni þar sem markhópurinn er börn og ungmenni undir 25 ára aldri. Verkefnið beinir sjónum sínum að norrænum tungumálum og samstarf barna og ungmenna innan norðurlandanna. Verkefnið skal vera í samstarfi milli amk. þriggja norrænna þáttakenda. Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
  • Network Funding (skammtíma/langtíma) styður menningarlega samvinnu milli starfandi listamanna og starfsmanna menningarmála á Norðurlöndunum og/eða í Eystrasaltsríkjunum. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári (skammtímastyrkur) og einu sinni á ári (langtímastyrkur).

 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um styrkina hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Hjalti Vigfússon, kynningarfulltrúi hjá Norræna húsinu, hjalti@nordichouse.is.