Efni, náttúra, framtíð – Myndlistar opnun


16.00-17.00
Bókasafn
Aðgangur ókeypis

Verk barna á aldrinum 9-13 ára

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Efni, náttúra, framtíð í Norræna húsinu. Nemendur vinnustofunnar Efni, náttúra, framtíð sem haldin var í vetrarfríi sína afraksturinn

Nemendur unnu með mismunandi efni og skoðuðu tengsl milli myndlistar og náttúru í gegnum ólíkar aðferðir. Innblástur var tekinn frá yfirstandandi sýningu í Hvelfingu TIME MATTER REMAINS TROUBLE og skúlptúrar sýningarinnar urðu til með blöndun á efnum á borð við leir, vax og náttúruleg efni.