BÁRUR – barnaópera fyrir alla fjölskylduna


16.00 - 17.00
Salur

Niður sjávar og vatns er aðalþema þessa verks sem er samið fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en norræn goðafræði svífur einnig yfir vötnum. Sagan er sögð af tónskáldinu, Svöfu Þórhallsdóttur, sem leiðir börnin í ævintýraheim og notar hún söguna til að skapa aðstæður þar sem börnin fá að taka þátt. Tónlistin skapar draumkennt andrúmsloft og í samspili við börnin myndast rými, þar sem þau ná að fóta sig og upplifa ævintýrið á eigin skinni.

Listamennirnir eru:

  • Julius Ditlevsen (DK) flauta
  • Julie Holmegaard Schade (DK) harmonikka
  • Svafa Þórhallsdóttir (IS) söngur
  • Eyjólfur Eyjólfsson (IS) söngur, langspil

Foreldrar og forráðamenn fá ókeypis aðgang í fylgd með börnum.

Skáning fæst með því að senda fullt nafn og upplýsingar um fjölda á operudagar@operudagar.is

Viðburðurinn er í boði Óperudaga, Barnamenningarsjóðs og Norræna menningarsjóðsins.