Sænsk sögustund með Sophia Jansson

Sænsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússin, með Sophia Jansson, frænku Tove Jansson. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja sænsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur sænskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja í bókahillurnar […]

Vinnustofa – Lesið og skrifað með múmínálfunum

Ókeypis smiðja fyrir 4-10 ára. Ungum gestum er boðið í samtal, leiki, lestur og föndur sem tengir saman bókstafi og tilfinningar. Stafrófið er í forgrunni á sýningunni Lesið og skrifað með Múmínálfunum og hver stafur og mynd á sýningunni tengist mismunandi tilfinningu á borð við vonbrigði, sorg og ævintýraþrá . Brot úr sögum um múmínálfana […]

Time Matter Remains Trouble

Time Matter Remains Trouble er ný myndlistarsýning sem opnar í Hvelfingu laugardaginn 18. september kl. 17.00

Múmínálfarnir: Samtal og Lestrarstund

We invite you to an exciting conversation between Sophia Jansson and Gerður Kristný, about Tove Jansson and the Moomins. Followed by a multilingual reading of „Tales from the Moominvalley“ from Tove Jansson’s Moomin universe. The reading takes place in the Auditorium in the Nordic House, Iceland, at 16:00 Icelandic time. The event is free, everyone […]

Bob

Bob Helle Helle

Skáldsaga (dönsk) Helle Helle: Bob, 2021 Velkomin til baka í frásagnarheim Helle Helle þar sem höfundur kemst beint að efninu með knöppum og einföldum ritstíl þar sem lesandanum er ætlað að ímynda sér það sem á vantar.  Sögupersónan úr síðustu bók Helle De (2018) er hér sögumaður og leiðir okkur hér, af umhyggjusemi og ástúð, inn í daglegt […]

Raddir barna um sína líðan á tímum COVID-19

Foto: Martin Zachrisson, Norden.org

Börn úr ráðgjafarhópi Umboðsmanns barna munu segja frá sinni líðan á kórónuveirutímum. Hvernig hefur veiran haft áhrif á þeirra daglega líf? Hvað hefur verið erfiðast og hvað hefur gengið best? Auk þess mun umboðsmaður barna, Salvör Nordal, kynna niðurstöður úr þremur samráðum sem embættið hefur unnið með skólum landsins þar sem safnað var frásögnum barna […]

Kröfur ungs fólks um verndun líffræðilegrar fjölbreytni

 Fyrr á árinu var gerð könnun þar sem 2200 ungmenni á Norðurlöndunum svöruðu hvað þeim finnst mikilvægast að verði gert til að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Niðurstöðurnar hafa verið flokkaðar í 19 kröfur og þær birtar opinberlega og afhentar ráðherrum umhverfis– og loftslagsmála á Norðurlöndum. Þessar kröfur eiga að nýtast fulltrúum stjórnvalda sem munu sitja við samningaborðið á næstu mánuðum og setja saman nýjan alþjóðlegan samning um líffræðilega fjölbreytni. Við setningu Fundar fólksins mun Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna, varpa ljósi á kröfur ungmenna um aðgerðir til að […]

Ungt fólk – framtíðin á vinnumarkaði

Atvinnumál ungmenna verða rædd er Nordjobb, í samvinnu við Norræna félagið og Norræna húsið, efnir til málþings á Fundi fólksins, 3. september kl. 13.15–14.45 í Grósku.  Fjölbreyttur hópur aðila vinnumarkaðarins koma saman og fjalla um atvinnumál ungmenna, námsmanna og hinn samnorræna vinnumarkað. Viðmælendur:  Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra opnar viðburðinn  Morten Fabricius Meyer, programchef Nordisk Jobløsning hjá FNF  Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður  Jónína Ólafsdóttir Kárdal, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa  Gundega Jaunlinina, Alþýðusamband Íslands  Derek T. Allen, forseti LÍS Landssamtök íslenskra stúdenta  Árni Grétar Finnsson, Samtök atvinnulífsins  Hannes Björn Hafsteinsson, Nordjobb Íslandi […]

Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, byggingariðnaði, sjávarfangi og fleiru? Fundurinn varpar ljósi á hvernig fyrirtæki og almenningur geta tileinkað sér lausnir sem styðja við hringrásarhagkerfið og þar með minnkað sóun til hagsbóta fyrir efnahag, umhverfi og samfélag. Í pallborði:   Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar  Björgvin Sævarsson, […]

Hver getur unnið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021? Tilnefningar kunngjörðar

Átta tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verða kunngjörðar í Norræna húsinu föstudaginn 3. september kl. 11.30-12.00. Verðlaunin munu renna til verkefnis þar sem eitthvað eftirtektarvert hefur verið lagt af mörkum til að stuðla að þróun í átt til sjálfbærra matvælakerfa. Umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbransson mun kynna tilnefningarnar ásamt Rakeli Garðarsdóttur dómnefndarfulltrúa og aðgerðasinna. Fulltrúar úr […]

Norræn dagskrá á Fundi fólksins – STREYMI

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins fer fram í og við Norræna húsið 3. og 4. september. Á hátíðinni er lögð áhersla á fjölbreytt málefni sem eru í brennidepli í samfélagsumræðu. Báða dagana fara fram umræður tengdar norrænu samstarfi og með þátttakendum frá ólíkum geirum. Á föstudeginum er dagskráin stíluð inn á börn og ungmenni til að virkja […]

Samstíga eða sundurleit? Norræn samvinna og COVID-19

Norræn samvinna á sér langa sögu og Norræna ráðherranefndin fagnar 50 ára afmæli í ár. Haustið 2019 kynnti ráðherranefndin metnaðarfulla framtíðarsýn um að innan tíu ára yrðu Norðurlöndin sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þegar heimurinn stóð frammi fyrir heimsfaraldri stóð þó á þeirri samvinnu. Forseti Norðurlandaráðs hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf í […]

Lesið og skrifað með múmínálfunum

Múmínálfa sýningin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal. Saman geta börn og fullorðnir kynnt sér fígúrur og sögur úr Múmíndalnum og rætt tilfinningar eins og vonbrigði, sorg og ævintýraþrá. Sýningin er unnin í samvinnu við Moomin Characters.

Norrænar bókmenntir í brennidepli á Bókamessunni í Gautaborg 2021

Bókamessan í Gautaborg kynnir dagskrá ársins í dag, 24. ágúst. Í ár eru norrænar bókmenntir í brennidepli sem eitt af þremur sérlegum þemum messunnar. Að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar hefur Norræna húsið í Reykjavík umsjón með skipulagningu spennandi dagskrár með norrænum rithöfundum á Bókamessunni í ár. Bókamessan í Gautaborg er einn af árlegum hápunktum bókmenntalífsins og […]

#1 Upplýsingafundur Loftslagsverkfallsins – Röskun mannkyns

Loftslagsverkfallið blæs til þriggja upplýsingafunda í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Okkur til halds og trausts verða þrír sérfræðingar í loftslagsmálum og sjálfbærni: -Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ -Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar -Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Einnig verða erindi frá fjölbreyttum gestum. Fundarstjóri er Tinna Hallgrímsdóttir, […]

Thomas Backman tónleikar

Thomas Backman, einn virtasti og hæfileikaríkasti saxófónleikari Svíþjóðar mun stíga á svið með 4 manna hljómsveit sinni og veita þér einstaka tónlistarupplifun, allt frá „víðóma kammerpoppi“ til Jazz og raftónlistar. Backman blandar saman saxófónum, klarínettum, tindrandi hljóðgervlum og draugalegri söngrödd við fallega texta á sænsku og ensku, sem leiðir af sér einstakan og framsækin hljóm, […]

Sumartónleikar – Sycamore Tree

Hljómsveitin Sycamore Tree samanstendur af þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssyni og er hún búin að vera starfandi í dálítinn tíma og farin að hljóta æ meiri athygli. Árið 2017 kom skífan Shelter út en í fyrra gaf hljómsveitin út stuttskífuna Winter Songs og hafa lögin á þeirri plötu fengið mikla spilun í útvarpinu. […]

Sumartónleikar – Guðmundur Pétursson

Guðmundur Pétursson hefur starfað í fremstu röð í íslensku tónlistarlífi um árabil og átt viðkomu með ólíkum listamönnum allt frá Pinetop Perkins til Patti Smith. Hann hefur gefið út nokkuð af plötum með tónlist sinni og samið verk m.a. fyrir Kammersveit Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur og SinfoNord. Guðmundur hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlauninn fyrir bæði gítarleik sinn […]

Kordo spilar Mozart og Haydn á Jónsmessu

Kordo kvartettinn heldur tónleika í Norræna húsinu á Jónsmessu fimmtudaginn 24. júní næstkomandi kl. 21. Á efnisskrá eru tveir strengjakvartettar, báðir í d-moll eftir tvo af meisturum tónlistarsögunnar, þá Wolfgang Amadeus Mozart og Franz Joseph Haydn. Kvartett Mozarts, nr. 15 op. 421 er í röð kvartetta sem hann tileinkaði Haydn og er talinn hafa verið […]

COVID-19

Örugg heimsókn Við biðjum gesti vinsamlegast að: Halda 2ja metra regluna og aðrar takmarkanir sem í gildi eru, bæði gagnvart öðrum gestum og starfsfólki hússins. Upplýsingar um ríkjandi takmarkanir má finna hér. Nota andlitsgrímu – í Norræna húsinu er grímuskylda Forðast handabönd og faðmlög. Hósta í handarkrika og þvo hendur reglulega. Handsprill má finna í […]

Framtíð?

testest

Í dag er hin árlega ráðstefna um íslensk utanríkismál haldin í Norræna húsinu. Ráðstefnan er haldin í sameiningu af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Utanríkisráðuneytinu og yfirskrift hennar er„Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?” Þetta er spurning sem vert er að bera upp og það er alveg á hreinu að alþjóðasamvinna stendur á krossgötum eftir heimsfaraldurinn […]

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

  Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun Stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið verður haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. júní. Í ár eins og síðastliðin ár bjóðum við til samtals þar sem við kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu. […]

Sögustund á íslensku

Íslensk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Lesið er á íslensku úr bókum bæði eftir íslenska rithöfunda og höfunda frá hinum Norðurlöndunum. Eftir upplesturinn er hægt að leika sér í Barnahelli en þar er að finna ótalmargar barnabækur, spil, liti og leikföng.   Öll börn á aldinum (+/-) 2-10 ára eru hjartanlega velkomin […]

Sögustund á finnsku

Finnsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Við lesum og leikum okkur á finnsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja finnsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur finnskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja […]

Sögustund á dönsku

Dönsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Við lesum og leikum okkur á dönsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja dönsku eru velkomin.   Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur dönskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða […]

Sögustund á sænsku

Sænsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Við lesum saman og leikum okkur á sænsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja sænsk eru velkomin.   Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur sænskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum […]

Zooma in på Nordens litteratur

Verið velkomin í stafræna bókaklúbburinn á fimmtudaginn 10/6 klukkan 17.00 íslenskum tíma. Norrænu félagið í Svíþjóð og Noregi eru með bókaklúbburinn „Zooma in på Nordens litteratur“ og á fimmtudaginn er kominn tími til að ræða um bókin “Voxna mennesker” eftir Marie Aubert. Bókin er aðeins um 100 blaðsíður að lengd, svo þú hefur enn tíma til að lesa! Þú getur fundið viðburðinn með frekari upplýsingum hér: (1) Nordisk boksirkel / Voksne mennesker – Marie Aubert / Foreningen Nordens Ungdom | Facebook Ef þú hefur áhuga á norrænum bókmenntum og vilt taka þátt í klúbbinum í framtíðinni er gott að taka þátt í Facebook-hópi bókaklubbsins, sem þú getur fundið hér: (1) Zooma in på Nordens litteratur | Facebook

PØLSE&POESI

Miðvikudaginn 16.júní bjóðum við til ljóðahátíðarinnar PØLSE&POESI í Norræna húsinu í Reykjavík. Á hátíðinni verða PØLSER (pylsur) í boði. Bæði pylsur og annað hráefni er af norrænum toga og þar má nefna norskt flatbrauð. Einnig verða bæði glúteinlausar veitingar og veitingar sem ekki innihalda dýraafurðir í boði. Við bjóðum einnig upp á drykki, meðal annars […]

Baltnesk barnamenningarhátíð: Dularfull skógarferð

Ókeypis smiðja fyrir 5-10 ára. Gestum er boðið í þykjustuskógarferð þar sem hægt er að læra um villidýr í eistneskum skógum. Kennarar smiðjunnar, Lemme Linda og Johanna ólust upp í Eistlandi og fóru oft í skógarferð með foreldrum sínum þegar þær voru litlar, þar sem þær sáu margt skemmtilegt og lentu í ýmsum ævintýrum. Þær […]

Í jaðri norðursins

Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum áherslum í norrænum bókmenntum. Í þessu myndbandi er þemað “Jaðar norðursins”. Það er ekki hlaupið að því að skilgreina jaðar norðursins. Í öllum löndum má finna fámennar byggðir sem vekja áhuga og eftirtekt. Þessi smáu samfélög eru grandskoðuð í bókmenntum og lýst af bæði næmni […]

Mæður í norrænum bókmenntum

https://nordichouse.is/wp-content/uploads/2020/10/modre-i-nordisk-literatur_web_480p.mp4 Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum útgangspunktum í norrænum bókmenntum í dag. Efni þessa myndbands er “Mæður í norrænum bókmenntum.” Foreldrahlutverkið og þá sérstaklega móðurhlutverið, hefur verið endurskoðað og horft á það frá nýju og athyglisverðu sjónarhorni. Við mælum með þremur nýlegum skáldsögum þar sem móðurhlutverkinu er snúið á hvolf […]

Leiðsögn og gjörningur – Í Síkvikri mótun – Vitund og Náttúra.

Næstkomandi laugardag verður leiðsöng og tónlistargjörningur á sýninguna „Í síkvikri mótun – vitund og náttúra.“ Hanna Styrmisdóttir, einn sýningarstjóranna, leiðir gesti í gegnum sýninguna kl. 15. Að því loknu flytja Ana Luisa Diaz de Cossio og Khetsin Chuchan tónlistargjörninginn Mere Visitors í samhengi við verk Tinnu Gunnarsdóttur. Í gjörningnum leitast tónlistarmennirnir við að tjá samband […]

Steinskröltarar

,,Út úr skuggum skríða, skrönglast…“ Sumarsýningin Steinskröltarar er innblásin af ljóði Mats Söderlund og teikningum Kathrina Skarðsá sem birt voru undir titlinum Stenskravlare í safnritinu „Þvert á Norðurlönd – Vistfræðilegir straumar í norrænum barna- og ungmennabókmenntum“ fyrr á árinu (2021) . Safnritið var framleitt af Norræna húsinu í Reykjavík og er hluti af þriggja ára verkefninu […]

Pikknikk Tónleikar: Heikki Ruokangas (FI)

Heikki Ruokangas er djass- og framúrstefnugítarleikari og tónskáld í Oulu. Með því að sameina laglínur og hávaða spannar tónlist Ruokangas frá viðkvæmu og melódísku andrúmslofti í næstum ofsafengna framúrstefnu. Ruokangas er undir áhrifum frá norður-finnskri náttúru, menningu og andrúmslofti. Nýja kassagítarsólóplatan hans Kaamos Waltz kom út í maí 2020 í gegnum finnsku Rockadillo Records og […]

Pikknikk Tónleikar: Snorri Ásmundsson (IS)

Snorri Ásmundsson er einn áhugaverðasti tónlistargjörningalistamaður í Evrópu um þessar mundir. Hann hefur spilað tónlistargjörninga sína um víða veröld og þykja þeir afar umdeildir. Á meðan einhverjir gagnrýnendur kalla hann guðlastara hefja aðrir hann upp til skýjanna, en hann segist spila með tilfinningum sínum og að hann láti guðdóminn leiða sig í tónlistarflutningi sínum og […]

Pikknikk Tónleikar: Elín Hall (IS)

Elín Hall er ungur og efnilegur lagasmiður frá Reykjavík. Tónlist hennar er best lýst sem látlausu „indí-poppi“ með gítarundirleik. Áhersla er lögð á íslenska texta og einfaldan og einlægan hljóðheim og platan Með öðrum orðum er unnin upp úr dagbókarfærslum Elínar frá framhaldsskólaárum hennar. Platan kom út síðasta í sumar og hlaut verðskuldaða athygli, meira […]

Pikknikk Tónleikar: Salóme Katrín (IS)

Salóme Katrín er 25 ára tónlistarkona frá Ísafirði. Hún flutti til Reykjavíkur haustið 2015 og hóf nám við heimspekideild HÍ, en komst fljótlega að því að tónlistin ætti hug hennar allan. Hún kvaddi því háskólann og hóf tónlistarnám við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vor 2020. Nú stígur hún sín fyrstu skref sem tónlistarkona og […]

Pikknikk Tónleikar: Ásta (IS)

Ásta hefur klassískan bakgrunn en skrif hennar fjalla alltaf um nútímann þar sem hún fléttar reynslu inn í lögin sín eins og nál og þráður. Stundum sársaukafull, alltaf persónuleg. Ásta er söng- og lagahöfundur að eðlisfari en kannski enn frekar sögumaður. Ásta hefur skilgreint stíl sinn með beinum, ósviknum og umhugsunarverðum heiðarleika. Tengingar eru undirstaða […]