Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?


Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun Stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið verður haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 16.júní.
Í ár eins og síðastliðin ár bjóðum við til samtals þar sem við kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu.
Taktu daginn frá! Við lofum fjörugum og fræðandi umræðum.
Dagskrá:
Ráðstefnustjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
09:00 – 9:10 Setning ráðstefnu
Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
9:10 – 9:20 Opnunarávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
9:20 – 10:15 Alþjóðasamvinna á tímum heimsfaraldurs
Erindi: Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og pistlahöfundur
Pallborð: Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Málstofustjóri: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans
10:15 – 10:30 Kaffi
10:30 – 11:30 Falsfréttir og fjölmiðlar á Norðurlöndum: Baráttan gegn upplýsingaóreiðunni
Erindi: Morten Langfeldt Dahlback, blaðamaður hjá staðreyndarýnisstofunni Faktisk.no
Pallborð: Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og Skúli B. Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd
Málstofustjóri: Sigurður Ólafsson, stjórnmálafræðingur
11:30 – 12:00 Hádegismatur
12:00 – 12:50 Alþjóðasamvinna og utanríkismál: Hvert stefnir Ísland?
Pallborðsumræður með formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga
Pallborð: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður Viðreisnar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata
Málstofustjóri: Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar
12:50 – 13:00 kaffi
13:00 – 13:50 Ísland og alþjóðasamstarf: Horft til framtíðar
Erindi: Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Pallborð: Bergur Ebbi, fyrirlesari og rithöfundur, Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalbjörg Egilsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Bergþóra Halldórsdóttir, alþjóðalögfræðingur
Málstofustjóri: Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins
13:50-14:00 Lokaorð: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Vegna sóttvarnarreglna eru gestir vinsamlegast beðnir um að skrá komu sína á málstofur með nafni, kennitölu og netfangi hér: https://forms.gle/vV2YdTcYzioCq6FB9
Send this to a friend