Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?


09:00-14:00

 

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun Stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið verður haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. júní.

Í ár eins og síðastliðin ár bjóðum við til samtals þar sem við kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu. Taktu daginn frá! Við lofum fjörugum og fræðandi umræðum.

Dagskrá:

Ráðstefnustjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

09.00–9.10 Setning ráðstefnu

Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

9.10–9.20 Opnunarávarp

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

9.20–10.15 Alþjóðasamvinna á tímum heimsfaraldurs

Erindi: Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og pistlahöfundur

Pallborð:
• Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
• Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar
• Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og
• Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Málstofustjóri: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

10.15–10.30 Kaffi

10.30–11.30 Falsfréttir og fjölmiðlar á Norðurlöndum: Baráttan gegn upplýsingaóreiðunni

Erindi: Morten Langfeldt Dahlback, blaðamaður hjá staðreyndarýnisstofunni Faktisk.no

Pallborð:
• Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
• Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
• Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og
• Skúli B. Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd

Málstofustjóri: Sigurður Ólafsson, stjórnmálafræðingur

11.30–12.00 Hádegismatur

12.00–12.50 Alþjóðasamvinna og utanríkismál: Hvert stefnir Ísland?

Pallborðsumræður með formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga

Pallborð:
• Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins,
• Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
• Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður Viðreisnar
• Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
• Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
• Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
• Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins og
• Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata

Málstofustjóri: Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

12.50–13.00 Kaffi

13.00–13.50 Ísland og alþjóðasamstarf: Horft til framtíðar

Erindi: Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Pallborð:
• Bergur Ebbi, fyrirlesari og rithöfundur
• Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
• Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands
• Aðalbjörg Egilsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og
• Bergþóra Halldórsdóttir, alþjóðalögfræðingur
Málstofustjóri: Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar Utanríkisráðuneytisins

13.50–14.00 Lokaorð: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Vegna sóttvarnarreglna eru gestir vinsamlegast beðnir um að skrá komu sína á málstofur með nafni, kennitölu og símanúmeri hér: https://forms.gle/vV2YdTcYzioCq6FB9