Pikknikk Tónleikar: Salóme Katrín (IS)


Aðgangur ókeypis

Salóme Katrín er 25 ára tónlistarkona frá Ísafirði. Hún flutti til Reykjavíkur haustið 2015 og hóf
nám við heimspekideild HÍ, en komst fljótlega að því að tónlistin ætti hug hennar allan. Hún
kvaddi því háskólann og hóf tónlistarnám við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vor 2020.
Nú stígur hún sín fyrstu skref sem tónlistarkona og lagahöfundur og gaf nýverið út sína fyrstu
stuttskífu, Water. Salóme semur, syngur og leikur á píanó, en ásamt henni má heyra í
strengjahljóðfærum, blástur- og slagverki á plötunni. Salóme hlaut Kraumsverðlaunin fyrir
plötuna 2020 og var einnig nefnd nýliði ársins 2020 af Morgunblaðinu. Einnig var hún tilnefnd
sem Bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Send this to a friend