Pikknikk Tónleikar: Ásta (IS)


15:00
Aðgangur ókeypis

Ásta hefur klassískan bakgrunn en skrif hennar fjalla alltaf um nútímann þar sem hún fléttar reynslu inn í lögin sín eins og nál og þráður. Stundum sársaukafull, alltaf persónuleg. Ásta er söng- og lagahöfundur að eðlisfari en kannski enn frekar sögumaður. Ásta hefur skilgreint stíl sinn með beinum, ósviknum og umhugsunarverðum heiðarleika. Tengingar eru undirstaða lífsins og Ásta hefur náttúrulega getu til að samsama sig áhorfendum. Hún hefur þegar unnið 3. sæti í hinni frægu keppni Músíktilraunum, fengið tilnefndingu fyrir þjóðlagaplötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og verið valin besta nýi listamaðurinn á Iceland Airwaves.

Viðtal við Ástu:

Þú ert með lag sem heitir Melabuðin, hvernig stendur á því að þú skrifaðir lag um matverslan í Reykjavík?

Ég samdi lagið eftir að ég fór i Melabuðina. Þetta er svo inspirerandi búð, með þröngir gangar og mikið af dóti og mikið af ödruvísi vörum. Þá voru þrír unglingsstrákar sem voru svo mikið að reyna að vera cool. Allir sólbrunir að reyna að vera svona ógeðslega hipp og cool. Gangarnar eru svo tröngir, það er ekkert prívat space. Þú ert bara uppi i næsta manni og ég heyrði einn strák spurja “hvaða stelpu ert þú hrifinn af?”. Mér fannst þetta svo fyndið og sætt móment, af því að þeir voru svo saklausir og sætir. Þeir voru að reyna að vera cool en þeir voru bara litlir strákar með tilfinningar að pæla í stelpum. Það er kjarninn á laginu að  það er alveg sama hvað við erum að reyna að lita vel út – við erum við bara manneskjur með tilfinningar. 

Þú hefur lært víólu í Kaupmannahöfn, hvað tókstu með þér úr því?

Ég lærði bara svo rosalega mikið. Bæði af að vera i skóla og læra allt af kennurum og samnemendum og allt það. Líka bara að flytja til annars lands og upplifa aðra menningu og aðra borg sem er ekki hérna. Þegar ég flutti til Danmerkur svo var ég bara “Þetta er æðislegt, ég elska Danmörku og Ísland er ömurlegt!” Það er oft þannig þegar það er einhverju nýir hlutir. En svo fann ég það bara með tímanum að ég saknaði fjallana á Íslandi og að sjá sjóinn á hverjum degi. þetta er svo mikið í sálinni á manni að vera íslendingur að sjórinn er bara þarna.

Heldurðu að þú hafir skrifað sams konar tónlist ef þú bjóst ekki á Íslandi?

Nei. Ef ég hefði verið áfram í Köben, þá hefði ég ekki byrjað að semja tónlist. Ég er búin að vera svo lengi í þessu klassíska umhverju að spila á víólu, alltaf að æfa mig og vera að hugsa um fingrasettningar og svoleiðis. Ég er búin að vera að hugsa svo lengi um það svo rosalega mikið bara inn í mínum heimi í einhverju bubblu. Ég vissi ekki ef það var eitthvað meira í mér, heldur enn bara klassískur víóluleikari, og ég held ég hefði ekki fundið það ef ég hafði ekki brotist út úr þennan kassa.

Hvaða Hljómur er uppáhaldshljómurinn þín? 

Þetta er stór spurning. Það fer alltaf eftir hvernig skap maður er í,en allir hljómar sem eru með lítil tvíund. Það er eitthvað með litla tvíundar sem ég elska. 

Þú átt eitt lag sem heitir Kaffi hjá Salóme og Salóme er tónlistarmaður og vinkona þin sem kemur líka hingað til að spila seinna í sumar. Finnst þér einhvern tíma vera að keppa sín á milli?

Mig langar að segja nei. Ég reyna að ekki keppa við aðra, en það er rosalega sterkt í mér að þurfa alltaf að vera best. Þegar ég var lítil langaði mig bara að vera besti víóluleikari i heimi og að vera best í víólbekknum. Það er eitthvað keppnisskap í mér. Ég þarf alltaf að minna mig á hverjum degi að þetta er ekki keppning og mig langar frekar að styðja annað listafólk í staðinn fyrir að keppa. Það er eitthvað sem er stundum erfitt fyrir mig, en þetta lag minnir mig á það.