Sumartónleikar – Guðmundur Pétursson


Salur
Miðaverð ISK 2.500 – 3.000Kaupa miða

Guðmundur Pétursson hefur starfað í fremstu röð í íslensku tónlistarlífi um árabil og átt viðkomu með ólíkum listamönnum allt frá Pinetop Perkins til Patti Smith. Hann hefur gefið út nokkuð af plötum með tónlist sinni og samið verk m.a. fyrir Kammersveit Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur og SinfoNord. Guðmundur hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlauninn fyrir bæði gítarleik sinn og tónsmíðar. Á tónleikunum í mun hann flytja einleiksverk sem hann tileinkar þeim hverfum Reykjavíkur sem hann spilar í hverju sinni og eru sérstaklega samin fyrir tilefnið. Hann mun einnig flytja annað efni af sínum fjölbreytta ferli.