Foto: Martin Zachrisson, Norden.org

Raddir barna um sína líðan á tímum COVID-19


14:00 - 14:45
Salur
Aðgangur ókeypis

Börn úr ráðgjafarhópi Umboðsmanns barna munu segja frá sinni líðan á kórónuveirutímum.

Hvernig hefur veiran haft áhrif á þeirra daglega líf? Hvað hefur verið erfiðast og hvað hefur gengið best?

Auk þess mun umboðsmaður barna, Salvör Nordal, kynna niðurstöður úr þremur samráðum sem embættið hefur unnið með skólum landsins þar sem safnað var frásögnum barna um líðan þeirra og reynslu á COVID-tímum.

Punktum frá fundinum verður skilað inn til Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar sem er að safna upplýsingum um líðan barna á Norðurlöndum á þessum tímum.

Fundurinn fer fram í sal Norræna hússins en einnig í streymi á vef Norræna hússins og Fundar fólksins.

Fundurinn er skipulagður af Umboðsmanni barna og Norræna húsinu. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Fundar fólksins sem fer fram 3. og 4. september.