Norræn dagskrá á Fundi fólksins – STREYMI


11:00
Salur

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins fer fram í og við Norræna húsið 3. og 4. september. Á hátíðinni er lögð áhersla á fjölbreytt málefni sem eru í brennidepli í samfélagsumræðu. Báða dagana fara fram umræður tengdar norrænu samstarfi og með þátttakendum frá ólíkum geirum.

Á föstudeginum er dagskráin stíluð inn á börn og ungmenni til að virkja þau til lýðræðislegrar þátttöku og heyra þeirra skoðanir. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á líðan barna á Norðurlöndunum? Í samstarfi við Umboðsmann barna segja börn frá upplifun sinni af takmörkunum og breyttu daglegu lífi.

Umhverfismál munu tengjast nokkrum dagskrárliðum. Í tengslum við hátíðina verða kunngjörðar tilnefningar ársins til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, á föstudeginum kl. 11.30. Þema verðlaunanna í ár er sjálfbær matvælakerfi. Tilnefningarnar verða kynntar af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og Rakel Garðarsdóttur, aðgerðasinna og fulltrúa í dómnefnd verðlaunanna.

Í tengslum við setningu Fundar fólksins á föstudaginn mun náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, varpa ljósi á niðurstöður könnunar Norðurlandaráðs meðal 2200 norræna ungmenna um kröfur þeirra er varða líffræðilega fjölbreytileika. Þessum kröfum er ætlað að verða hluti af vinnu norræna stjórnmálamanna í viðræðum um nýjan alþjóðlegan samning um líffræðilega fjölbreytni.

Á laugardeginum er varpað ljósi á áskoranir og tækifæri í norrænu samstarfi og þær tengdar við hringrásarhagkerfið og samstarf ríkisstjórna. Velt verður vöngum yfir því hvort metnaðarfull framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims gangi eftir á næstu tíu árum og hvað þurfi til.

Fjölbreyttir aðilar taka þátt í umræðum, s.s. Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs ungmenna, og áhugaverðir fulltrúar atvinnulífsins.

Velkomin í Norræna húsið á Fund fólksins eða fylgist með í streymi hér fyrir neðan.

Dagskrá og hlekkir fyrir frekari upplýsingar:
– viðburðir eru haldnir í sal Norræna hússins nema annað sé tekið fram

Föstudag 3. sept. kl. 11.00-11.30
Kröfur ungs fólks um verndun líffræðilegrar fjölbreytni
Föstudag 3. sept. kl. 11.30-12.00
Hver getur unnið Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021? Tilnefningar kunngjörðar
Föstudag 3. sept. kl. 13.15-14.45 í sal Grósku
Ungt fólk – framtíðin á vinnumarkaði
Föstudag 3. sept. kl. 14.00-14.45
Raddir barna um sína líðan á tímum COVID-19
Laugardag 4. sept. kl. 12.00-12.45
Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun
Laugardag 4. sept. kl. 13.00-13.45
Samstíga eða sundurleit? Norræn samvinna og COVID-19