Pikknikk Tónleikar: Elín Hall (IS)


Aðgangur ókeypis

Elín Hall er ungur og efnilegur lagasmiður frá Reykjavík. Tónlist hennar er best lýst sem látlausu „indí-poppi“ með gítarundirleik. Áhersla er lögð á íslenska texta og einfaldan og einlægan hljóðheim og platan Með öðrum orðum er unnin upp úr dagbókarfærslum Elínar frá framhaldsskólaárum hennar. Platan kom út síðasta í sumar og hlaut verðskuldaða athygli, meira að segja í ár þar sem hún fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins í þjóðlagaflokki.

Send this to a friend