Leiðsögn og gjörningur – Í Síkvikri mótun – Vitund og Náttúra.


15:00
Aðgangur ókeypis
Næstkomandi laugardag verður leiðsöng og tónlistargjörningur á sýninguna „Í síkvikri mótun – vitund og náttúra.“ Hanna Styrmisdóttir, einn sýningarstjóranna, leiðir gesti í gegnum sýninguna kl. 15. Að því loknu flytja Ana Luisa Diaz de Cossio og Khetsin Chuchan tónlistargjörninginn Mere Visitors í samhengi við verk Tinnu Gunnarsdóttur.
Í gjörningnum leitast tónlistarmennirnir við að tjá samband manns og náttúru – hvernig við manneskjur erum sem gestkomandi – í samspili við þrjú myndbandsverk Tinnu Gunnarsdóttur: Above/Yfir, In Between / Á milli og Beat / Tif sem eru öll til sýnis á sýningunni.
Frítt er inn á viðburðinn og verður nýja kaffihús Norræna Hússins, Sono, með opnar dyr frá 11 til 16.