Mæður í norrænum bókmenntum

Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum útgangspunktum í norrænum bókmenntum í dag. Efni þessa myndbands er “Mæður í norrænum bókmenntum.” Foreldrahlutverkið og þá sérstaklega móðurhlutverið, hefur verið endurskoðað og horft á það frá nýju og athyglisverðu sjónarhorni. Við mælum með þremur nýlegum skáldsögum þar sem móðurhlutverkinu er snúið á hvolf og skyggnst er á bak við fullkomna ímynd móðurinnar. Bækurnar sem við mælum með eru Voksne mennesker eftir Marie Aubert, Den vita staden eftir Karoline Ramqvist og Mit arbejde eftir Olga Ravn.

Vertu vakandi fyrir fleiri myndböndum um ný og spennandi sjónarhorn í norrænum bókmenntum. Hefur þú áhuga á að lesa meira um foreldrahlutverkið í norrænum bókmenntum?

Við mælum með: HHV, FRSHWN – Hanne Højgaard Viemose, Vinterbørn – Dea Trier Mørch, Nei og Atter Nei – Nina Lykke, Mit Barn – Cecilie Lind, Til min søster – Dy Plambeck, Et Dukkehjem – Henrik Ibsen, Menn i min situasjon – Per Petterson, Alt hvad du ejer – Caspar Eric. Ihmettä Kaikki – Juha Itkonen.