Thomas Backman tónleikar


20:00
Salur
Miðaverð ISK 2.500 – 3.000Kaupa miða

Thomas Backman, einn virtasti og hæfileikaríkasti saxófónleikari Svíþjóðar mun stíga á svið með 4 manna hljómsveit sinni og veita þér einstaka tónlistarupplifun, allt frá „víðóma kammerpoppi“ til Jazz og raftónlistar.
Backman blandar saman saxófónum, klarínettum, tindrandi hljóðgervlum og draugalegri söngrödd við fallega texta á sænsku og ensku, sem leiðir af sér einstakan og framsækin hljóm, ólíkt mörgu öðru í jazz heiminum í dag.

Eftir meira en 15 ára farsælt samstarf við ólíka listamenn og hljómsveitir, svo sem George Riedel, Hilmar Jensson, Klabbes Bank, Paavo og Loney Dear, stofnaði Backman að lokum sína eigin hljómsveit árið 2016, ásamt nokkrum af þekktustu og best-skapandi tónlistarmönnum Svíþjóðar. .

Frumraun þeirra „Did You Have a Good Day, David?“ kom út árið 2018, og varð feikilega vinsæl, sérstaklega hrósað fyrir kraftmikinn útsetning og óaðfinnanlega blöndu af tegundum og tónlistarstílum.

Glæný framhalds platan „When light is put away“ markar ný skref í tónlist Backmans. Samin á tíma heimsfaraldurs og loftlagskreppu, setur bæði dökkan og djúpt þenkjandi tón yfir plötuna.
Í þetta sinn, undir áhrifum af shoegaze, sinfóníu-poppi og frjálsum djassi, auk textum Emily Dickinson. Handahófskennd ábreiða af „I’ve got you under my skin“ og samstarf við hiphop-prófílinn Shazaam, gerir „When light is put away” eitt mest spennandi tónlistarferðalag ársins 2021!

Thomas Backman: saxófónn/klarínett
Oskar Schönning: bassi/gítar
Julia Schabbauer: trommur/söngur
Josefine Lindstrand: söngur/hljómborð