Sumartónleikar – Sycamore Tree


21:00
Salur
Miðaverð ISK 2.500 – 3.000Kaupa miða

Hljómsveitin Sycamore Tree samanstendur af þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssyni og er hún búin að vera starfandi í dálítinn tíma og farin að hljóta æ meiri athygli. Árið 2017 kom skífan Shelter út en í fyrra gaf hljómsveitin út stuttskífuna Winter Songs og hafa lögin á þeirri plötu fengið mikla spilun í útvarpinu. Þau Ágústa og Gunni kunna vel að búa til stemningu og stíllinn er núna bæði organískur og heiðarlegur – sterk lög sem fá að njóta sín án of mikilla tæknibrella. Ný plata er á leiðinni í haust!