Tilkynningar

Norræna húsið auglýsir eftir sýninga- og verkefnafulltrúa

Hefur þú áhuga á menningu og listum? Norræna húsið í Reykjavík er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Við stefnum að kolefnishlutleysi og leggjum áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Norræna húsið býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins […]

Fruen

Erindringsroman (dansk) Malene Lei Raben: Fruen, 2019 Hvernig verður líf manns þegar maður sem barn, í gegnum uppreisn æsku áttunda áratugarins, elskar móður sína skilyrðislaust en þú áttar þig svo á því sem ung kona, að þessi sama móðir er vandræðagripur, metnaðarfull og sjálfhverf og hatar augljóslega sína eigin dóttur. Og þegar þú þarft, sem […]

Nora

Roman (dansk) Merete Pryds Helle: Nora, 2019 Sagan er ein af þremur endurgerðum á leikverkum Ibsen og hér er á ferðinni endurgerð á Dúkkuheimilinu. Hin unga og ástfangna Nora yfirgefur heimili sitt, giftist Torvald, eignast barn og gefur sig alfarið að síversnandi þunglyndi eiginmanns síns en á sama tíma íhugar hún framtíð sína og leit […]

Vådeskud

Krimiroman (dansk) Katrine Engberg: Vådeskud, 2019 Þessi bók er sú fjórða í röðinni um rannsóknarlögreglumennina Jeppe Kørner og Annette Werner og hjálparhellu þeirra Esther De Laurenti sem er bókmenntafræðingur á eftirlaunum. Nýtt og dularfullt mál kemur upp í hendurnar á þeim þar sem unglingspiltur hverfur eftir að hafa skilið eftir undarlegt (kveðju) bréf. Hefur hann […]

Covid-19

Velkomin í Norræna húsið. Okkur er umhugað um öryggi gesta okkar og förum í hvívetna eftir gildandi sóttvarnarreglum yfirvalda gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni. Opnunartími Upplýsingar um opnunartíma og breytingar á honum vegna Covid-19 má finna hér. Örugg heimsókn Við biðjum gesti okkar vinsamlegast að: Halda 2ja metra regluna og aðrar takmarkanir sem í gildi eru, bæði gagnvart öðrum […]

Nora eller brænd Oslo brænd

Roman (norsk og oversat til dansk) Johanna Frid: Nora eller brænd Oslo brænd, 2019 Skandinavísk skáldsaga um logandi afbrýðisemi elskenda, hinnar sænsku Johanna og hins danska Emil og fyrrum kærustu hins síðarnefnda hinnar norsku Nora. Fyrrum kærastan er allt sem Johanna er ekki, fögur, myndræn og afar vinsæl á samfélagsmiðlum. Þegar Emil hittir aftur gömlu […]

Listamaður í heimsókn

Norræna húsið var þess heiðurs aðnjótandi að fá finnsku listakonuna Saara Ekström í heimsókn. Saara er mikill aðdáandi íslenskrar náttúru og kom hingað til fá innblástur og safna efni í myndlist sína. „I’m very happy to be invited to the Nordic House to work on a project connected to the earth’s strata and geological cycles […]

Vilhelm Hammershøi – på sporet af det åbne billede

Annette Rosenvold Hvidt og Gertrud Oelsner: Vilhelm Hammershøi – på sporet af det åbne billede, 2018 Greinargóð og vönduð lýsing á lífi Vilhelm Hammershøi frá lista- og menningarlegu sjónarhorni. Hammershøi var einn þekktasti listmálari Danmerkur og er sér á báti að meðal samtímamanna sinna í heimi listmálara. Hann varð fyrir miklum áhrifum af þróun ljósmyndarinnar […]

Hungerhjerte

Roman (dansk) Karen Fastrup: Hungerhjerte, 2018 Æviminningar rithöfundarins og þýðandans Karen Fastrup. Höfundur segir frá eigin lífi þar sem hún leit á stundum á sjálfa sig sem tifandi tímasprengju, hvernig hún beislaði villidýrið innra með sér og hvernig það er að líta á sjálfa sig sem geðsjúkling. Frásögn af erfiðri æsku og erfiðum föður, missi […]

Solo

Krimi (dansk) Jesper Stein: Solo, 2018 Hér er um að ræða sjöttu glæpasöguna um rannsóknarlögreglumanninn Axel Steen. Fyrrum aðstoðarlögreglustjórinn Axel vinnur nú sem ráðgjafi í öryggismálum. Hann aðstoðar nýjan yfirmann sinn, vellauðugan bankastjóra þegar í ljós kemur að starfsmaður bankans hefur stundað svindl og verður að fara. Á sama tíma rannsakar fyrrum félagi Axel, Vicki […]

Jeg er f*cking hot!

Faglitteratur (dansk) Renée Toft Simonsen: Jeg er f*cking hot, 2018 Persónuleg frásögn höfundar til okkar sem erum í kringum fimmtugt og upplifum hormónasveiflur svipaðar og við gerðum á unglingsárunum. Bókin er líka fyrir þá sem vilja fá örlítin skilning á tíðahvörfum kvenna, viðkvæmni og rússibanareið í gegnum allan tilfinningaskalann meðan líkaminn eldist og tekur breytingum. […]

Kastanjemanden

Krimi (dansk) Søren Svejstrup: Kastanjemanden, 2018 Hörkuspennandi saga eftir handritshöfund sjónvarpsþáttanna Forbrydelsen og Nikolaj og Julie Rannsóknarlögreglumennirnir Naia Thuling og Mark Hess hafa nóg að gera við að rannsaka flókið sakamál þar sem ráðherra hefur verið myrtur. Kastaníuhnetur á vettvangi glæpa gerir málið enn flóknara og margar misvísandi slóðir að fara eftir. Vel skrifuð glæpasaga […]

Syv sind

Skáldsaga (danska) Lotte Kaa Andersen: Syv sind, 2018 Seinasta bókin í rómantískum þríleik sem gerist eftir fjármálahrunið meðal efnameiri þegna í þjóðfélaginu. Persónurnar búa í Hellerup norður af Kaupmannahöfn en hverfið er eitt það dýrasta í Danmörku. Lesandanum er ekki aðeins boðið að kynnast fullkomnu yfirborðinu í risastórum lúxus einbýlishúsum með sérhönnuðum innviðum og óaðfinnanlegum […]

Opnunartími á hátíðsdögum

Uppstigningardagur 21. maí OPIÐ 10-17  (MATR opið 12-16) Hvítasunnudagur 31.maí  OPIÐ 10-17  (MATR lokað) Annar í hvítasunnu 1. júní LOKAР (mánudagur) Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. Júní LOKAÐ Frídagur verslunarmanna  3. ágúst- LOKAÐ Skoða viðburðadagatal   Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á info@nordichouse.is

Skiptir listin máli í Norræna húsinu?

Textinn er þýddur úr sænsku Þegar Norræna húsið var vígt árið 1968 var þar ekkert sýningarrými. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri hússins, gerði sér fljótlega grein fyrir því að eitthvað vantaði. Hann beitti sér ötullega fyrir því að opnaður yrði sýningarsalur. Honum tókst að fá aukafjárveitingar frá ríkisstjórnum allra Norðurlandanna og ekki liðu nema þrjú ár […]

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí 2020 þegar samkomubannið hefur verið rýmkað. Starfsemin fer varlega af stað og verður í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna. Opnunartími hússins er kl. 10-17. Húsið er lokað á mánudögum. Fyrir utan fastan opnunartíma hússins: MATR kaffihús verður opið frá 12-16. Lokað á mánudögum. Hvelfing opnar 16. maí með […]

Viltu fá lánaðar bækur án þess að fara á bókasafnið?

Á Rafbókasafni Norræna hússins er að finna fjölmargar sænskar rafbækur og hljóðbækur bæði fyrir fullorðna og börn. Þangað getað allir nálgast bækur þrátt fyrir að bókasafnið í Norræna húsinu sé lokað. Sjá nánari leiðbeiningar um notkun Rafbókasafnsins hér undir Rafbækur. Nýjar rafbækur fyrir börn   Nýjar hljóðbækur fyrir börn   Bókasafn Norræna hússins 

Listin í netheimum

Tekstinn er þýddur úr sænsku Föstudaginn 24. janúar opnaði myndlistarsýningin Land handan hafsins í Norræna húsinu en hún var framleidd af Pro Artibus stofnuninni í Finnlandi. Opnunarkvöldið var stórkostlegt, eins og meiri háttar veisla. Innan um myndlist, blóm, mat og vín fögnuðu uppnumdir gestirnir því að sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju. Kvöldið hverfur mér […]

Prjónaklúbburinn er kominn á Facebook

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur stofnað Facebook hóp þar sem prjónarar  af báðum kynjum og mörgum þjóðernum geta greiðlega haldið áfram að deila afrakstri sínum, spjallað saman og gefið góð ráð. Ertu með eitthvað á prjónunum? Veldu hnappinn hér fyrir neðan og óskaðu eftir aðgang í hópinn. Við hlökkum til að kynnast þér.   Sækja um aðgang   […]

Norræna húsið hættir heimsendingum

Norræna húsið hefur þurft að hætta heimsendingum á bókum vegna covid-19.   Nordens Hus kan ikke låne ud flere bøger Efter vejledning fra sundhendsministeriets advokater, har bibliotekerne på Island besluttet at stoppe alt udlån. Dette betyder beklageligvis at vi heller ikke kører udlånsmaterialer ud længere. Vi takker alle jer som lavede materiale bestillinger og brugte […]

NORRÆNA HÚSIÐ LOKAR Í FJÓRAR VIKUR   

Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa öllum viðburðum í húsinu næstu fjórar vikurnar og loka Norræna húsinu fyrir almenningi frá 14. mars- 14. apríl. Hægt verður að ná í starfsfólk eins og venjulega í gegnum síma og með tölvupósti á vinnutíma. Öll útlán á bókasafni lengjast sjálfkrafa til 30. april. Við […]

MATR – Nýtt kaffihús í Norræna húsinu

MATR opnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 3.mars MATR er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu. MATR mun bjóða upp á huggulega og fjölskylduvæna stemmningu þar sem áhersla verður lögð á norræna matargerð, nýtni og virðingu fyrir hráefninu. Á MATR verður boðið […]

Sýningarsalur Norræna hússins opnar að nýju þann 24. janúar 2020

Sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju þann 24. janúar 2020 með finnsku myndlistarsýningunni LAND HANDAN HAFSINS. Í mars 2019 var sýningarsal Norræna hússins lokað vegna vatnsleka. Í kjölfarið hófust umtalsverðar viðgerðir á rýminu og salurinn endurnýjaður í upphaflegri mynd. Lagt hefur verið nýtt gólfefni og  loftræstikerfi ásamt því sem opnað hefur verið á milli tveggja […]

Norræna húsið er lokað yfir hátíðirnar

Kæru viðskiptavinir, Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum allar góðar stundir á árinu sem er að líða. Jólakort Vinsamlegast athugið að Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2019 til 7. janúar 2020. Þann 24. janúar 2020 bjóðum við til veislu og sýningaropnunar þegar Norræna húsið kynnir nýtt fjölskylduvænt veitingahús og endurbætt sýningarými. Nánari […]

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal

Hefur þú áhuga á menningu og listum? Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal. Um er að ræða hluta- og helgarvinnu.  Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl […]

Kynjaþing

Velkomin á Kynjaþing 2019, haldið í 2. nóvember 2019 í Norræna húsinu. Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er […]

Norræna húsið auglýsir eftir nýjum rekstraraðila í veitingarými hússins

Frá og með 1. september 2019 er veitingarými Norræna hússins laust fyrir nýjan rekstraraðila. Í húsinu er veitingarými með einstöku útsýni og nánast fullbúnu eldhúsi. Undanfarin fimm ár hefur AAlto Bistro starfað í Norræna húsinu og notið mikilla vinsælda. Um leið og við auglýsum eftir nýjum samstarfsaðila til þess að taka við rekstri veitingarýmisins þökkum […]

Vinningshafar – Barnabókaflóðið

Við höfum nú dregið fimm vinningshafa í bókagetraun „Barnabókaflóðsins“. Verðlaunahafar fyrir janúar, febrúar, mars, apríl og maí eru Marla Sól Manuelsdóttir Plasencia (11 ára), Arnór Helgason (10 ára), Martin Gunnarsson (9 ára), Aldís Jóhannesdóttir (6 ára) og Dagbjört Káradóttir (5 ára). Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listrænn stjórnandi sýningarinnar, veitti þeim bókaverðlaunin „Silfurlykillinn: Framtíðarsaga“ eftir Sigrúnu Eldjárn, […]

Langar þig að vera lærlingur hjá Norræna húsinu? 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. Gerð er krafa um […]

Barnabókaflóðið opnar að nýju

Barnabókaflóðið silgdi inn á barnabókasafn Norræna hússins Við höfum opnað á ný Barnabókaflóðið, nú í breyttri mynd á barnabókasafninu okkar. Verið öll hjartanlega velkomin. Barnabókaflóðið er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á aldrinum 5-11 ára Sýningin er opin alla virka daga frá 13-17 helgar 10-17 Aðgangur er ókeypis  Nánari upplýsingar

Nýr forstjóri Norræna hússins Sabina Westerholm

Nýr forstjóri tók til starfa í Norræna húsinu 2. janúar 2019.  Sabina Westerholm (FI) var áður framkvæmdastjóri Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska.​  Sabina stefnir að því að þróa frekar starfsemi í Norræna húsinu fyrir börn og ungmenni: – Ég vil að Norræna […]

500 skólabörn heimsóttu Barnabókaflóðið

List fyrir alla stóð fyrir skólaheimsóknum ríflega 500 barna úr 2.-5. bekk á sýninguna Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Barnabókaflóðið er gagnvirk sýning um ævintýraheim barnabókmenntanna þar sem börnin fá tækifæri til að nota ímyndunaraflið og semja sína eigin sögu. Sýningin verður opin til aprílloka 2019. Vinnustofurnar  Listrænn stjórnandi sýningarinnar, rithöfundurinn og teiknarinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir, […]

Nordens Hus søger praktikanter til foråret 2019

Som praktikant i Nordens Hus bliver du en del af et dynamisk team, der arbejder med kulturudveksling mellem Island, Norden og de Baltiske lande i form af samarbejdsprojekter med kulturinstitutioner, enkelte kunstnere og forskere m.m. i hele regionen. Som praktikant i Nordens Hus vil du få solid erfaring med projektudvikling og gennemførelse, samt kommunikation på alle niveauer i den kulturelle sektor og et grundigt indblik […]

Norræn dagskrá á Lýsu 2018 – Hofi Akureyri –

Norðurlönd í fókus, Norræna félagið og Halló Norðurlönd standa fyrir dagskrá á samfélagshátíðinni LÝSU á Akureyri um helgina! Dagskráin hefst kl. 11:15 þegar forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir tilkynnir tilnefningar ársins til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 11:15 – 12:00 HAMRAGIL Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir opinberlega um tilnefningar til […]

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi. Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018.

Hefur þú brennandi áhuga á börnum og barnamenningu? Bókasafn Norræna hússins er einstakt almenningsbókasafn með safnefni á sjö tungumálum, barnabókasafn og artótek með norrænum grafíkverkum. Bókasafnið hóf starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða safnsins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á norðurlandamálunum eftir norræna höfunda en þó ekki á […]

Norræna húsið auglýsir eftir tæknimanni í 100% stöðu – Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018

Ert þú sú/sá sem við erum að leita að? Þú…. hefur sterka þjónustulund ferð létt með að gera marga hluti í einu hefur skipulagshæfni og góða yfirsýn átt auðvelt með að tileinka þér þekkingu á tækni, tækjum og tólum ert líkamlega sterk/ur og getur lyft þungum húsgögnum   Helstu viðfangsefni: Undirbúa allar gerðir viðburða s.s. […]

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins 2018

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar? Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á […]

APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK

CALL FOR APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK 2018 IS NOW OPEN! The call for application to perform and present work at ICE HOT Reykjavík opens today and closes 31st of January 2018. The platform will take place 12th–16th of December 2018 in the capital of Iceland, Reykjavík. All Nordic contemporary dance artists working and living […]

Nordiska ministerrådet söker en direktör till Nordens hus på Färöarna

Nordens hus på Färöarna är en institution inom det officiella nordiska samarbetet och ligger i Torshavn. Nordens hus är Färöarnas centrala kulturcentrum och kreativa mötesplats. Huset är den viktigaste förmedlaren av nordisk kultur till Färöarna och färöisk kultur till övriga norden. Barn och unga har en central plats i institutionens verksamhet. Institutionen samarbetar med de […]

Opnunartími í desember og janúar

Kæru viðskiptavinir, Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2017 til og með 1. janúar 2018. AALTO Bistro verður opið: Miðvikudag 27. desember – Laugardag 30. desember kl. 11:30 – 21:30 alla dagana Norræna húsið Virka daga: 09:00 – 17:00 Miðvikudaga: 09:00 – 21:30 Helgar: 10:00-17:00 Móttaka Virka daga: 09:00 – 17:00 Miðvikudaga: 09:00 – […]

Yfirbókavörður (100%) 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. Árið 2018 fagnar Norræna […]

Ókeypis skólavist

Lýðháskólanám í Færeyjum september – desember 2017 Lýðháskólinn í Færeyjum býður tveimur ungmennum frá Íslandi skólavist, þeim að kostnaðarlausu. skráning á: haskulin@haskulin.fo   Hefur þú áhuga á því að fara í Lýðháskóla í Færeyjum? Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir þig.  Í Lýðháskóla Færeyja er engin námsáætlun, engin próf og engin pressa. Í Lýðháskóla Færeyja færðu […]